- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
129

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[129

vildu reyna fyrir sér, reyna að brjóta verzluninni nýjar
brautir. Seinna veröa Hamborgarar öllum meiri, komast
langt á undan keppinautum sínum. Kristofer af Baiern
,1440—48) hafði á ýmsan hátt reynt að takmarka
einok-unarverzlun Hansamanna á Norðurlöndum, en Ivristián
fyrsti (1448—-1481) var allt af í svo miklum
peninga-kröggum, að liann varð að flýja á náðir þýzkra
kaup-manna, og leyfði þeim opt að sigla til íslands; þó
bann-aði hann 1480 vetrarsetu útlendra kaupmanna áíslandi.1
Árið 1483 var nærri orðið upphlaup í Hamborg vegna
kornfarma, sem fluttir höfðu verið til Islands; þar var
þá dýrtíð mikil og skríllinn kenndi þessum útflutningum
um, að kornvaran væri lítil og d5rr.2 Sama ár lofaði
Hans Danakonungur því í skuldbindingarskrá þeirri, er
hann reit undir, að hann skyldi ekki þola, að neinir kaup-

r

menn frá Hansastöðum sigldu til Islands, en hann lofaði
þar upp i ermina á sér. Hans konungur reyndi þó á
ýitisan liátt að spilla verzlun Hansastaða á
Norðurlönd-um, og tókst það að sumu leyti; hann leyfði
Hollending-um að sigla til Islands, en verzlun þeirra hér á landi
varð þó aldrei mjög mikil, og eins leyfði hann Englend-

r

ingurn 1490 að sigla til Islands i 7 ár; þetta gerði hann
allt til þess að rýra verzlun Þjóðverja. Hansamenn voru
engan veginn sáttir og sammála sín í millum;
Liibeck-kaupmenn sáu brátt ofsjónum yfir verzlun Hamborgara

r

á Islandi, og reyndu á ýmsan hátt að takmarka hana;
kaupmenn frá Liibeck höfðu mjög mikla verzlun i
Nor-egi, einkum í Bergen, en þaðan höfðu verið miklar
sigl-ingar til Islands, sem kunnugt er, svo kaupmenn þar
þóttust hafa einkarétt til verzlunar á Islandi. Kristián
II. reyndi og á ýmsan hátt að hindra verzlunarferðir
Hamborgara til Islands; en þrátt fyrir allar mótspyrnur

gen zur Hamburgischen HandelsgescMclite I. Hamburg 1839, bls.
7-9.

Lovsamling for Island I., bls. 37. Magnús Ketilsson:
Forord-ninger I., 59-62. Historia ecclesiastica II., bls. 241-42.

2) Nordisk Tidskrift for Oldkyndigbed II., bls. 129.

9

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0143.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free