- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
130

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

130

9

blómgvaðist verzlun þeirra melr og meir.1 I byrjun 16.

/

aldar stofnuðu Islandsfarar í Hamborg sérstakt félag
(Sunte Annen Broderscop der Islandesvarer), og eru
reikn-ingsbækur þessa félags enn þá geymdar í Hamborg.2
Hamborgarar höfðu á 16. öldinni aðalstöðvar sinar í
Hafnarfirði (Hanefiord); Brimarar verzluðu snemma á
öld-inni á Búðum og víðar á Vesturlandi o. s. frv..3 Kaup-

r

menn þeir, sem tóku þátt í Islandsverzluninni, voru, eins

og nú höfum vér sagt, fiestir frá Hamborg, en sumir voru

þó frá Ltibeck, Bremen, Rostock, Wismar, Danzig, Stral-

sund og jafnvel frá Liineburg.4

Þjóðverjar eltu löngum grátt siifur við Englendinga;

hvor vildi bola hinum burtu, og urðu opt út úr því hin-

ar mestu óeirðir og vígaferli. I Piningsdómi eru Eng-

lendingar og Þjóðverjar áminntir um að hafa frið sin á

milli, er þeir liggi hér á höfnum,5 en lítið hirtu þeir urn

t

slíkar fyrirskipanir. Arið 1518 hröktu Hamborgarar
Eug-lendinga úr Hafnarfirði. Segir Jón Espólin, að
Hamborg-arar hafi 1518 barizt við enska um hafnarleg í
Hafnar-firði, og þakið áður skip sitt með sængum; féllu 40 af
Þjóðverjum, en þó, með því að þeir fóru að með ráðum,
ráku þeir Englendinga burtu og fluttust siðan fram í eyri
og höfðu þar höfn þaðan af.6 Arið 1532 börðust
Þjóð-verjar við Englendinga í Grindavik. Enskur
kaupmað-ur, sá er hét Jón Breiði (Johann Breye), varð missáttur
við hirðstjórann, Diðrich af Bramsted, og vildi eigi gjalda
toll, sem vera átti; hann átti og illt við Hamborgara, er

J) Nánar má lesa um allt þetta þjark og þessa verzlunarkeppni
hjá E. Baascli 1. c., bls. 8-30.

2) Jabrbucb des Vereins fiir niederdeutscbe Sprachforschung
1883. IX., bls. 143-45.

3) M. Lindemann: Die arktische Fischerei der deutschen
See-stádte 1620-1868. Petermanns Mitteilungen. Erganzungsheft Nr. 26.
Gotha 1869. 4to. bls. 5-6.

4) E. Baasch: Hamb. Handelsgesch., I., bls. 16.

5) Magnús Ketilsson: Forordninger I., bls. 79-82. Lovsamling
for Island I., bls. 41-43.

6) Arbækur Espólíns III., bls. 55.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free