- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
131

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

13Í

þar lágu á Nesjunum með kaupför sín, og hélt skreið

nokkurri fyrir þeim; kom í með þeim þverúð, og fóru

orð í milli; gerði Jón sér virki skammt frá búðum á

Járngerðarstöðum, og bauð Hamborgurum með kalsi að

sækja til sín -skreiðina; tóku sig þá saman hirðstjórinn

og hinir þýzku menn, og komu óvart um nótt upp í

Grindavík; komust í virkið og drápu Jón og alla hans

menn. en tóku skip og fé, það er þeir áttu.1 Út úr þessu

spunnust langar deilur miili Hinriks VIII. á Englandi og

Hamborgarmanna og Friðriks konungs fyrsta; þó fór svo

að lokum, að sáttum varð á komið og Hamborgarar þurftu

ekki að borga neinar skaðabætur, því það sannaðist, að

Englendingar hefðu átt upptökin. Frá byrjun 16. aldar

er Þjóðverja nærri árlega getið í árbókum og annálum,

og vex verzlun þeirra smátt og smátt. Af þessum verzl-

unarferðum Þjóðverja leiðir það aptur, að þeir eru því

t

nær hinir eiuu útlendingar, er rita um Island á 16.
öld-illni. Flestar sagnir frá þeim tímum eru þó fullar af
ýkjum og skröksögum, ogflnnst sannleikurinn opt ekki fyrr
en eptir langa leit innan um allan óhroðann.

Vér höfum áður getið um landabréf Jákobs Zieglers;

það fylgdi riti hans um Schondia, er fyrst kom út í Strass-

borg 1532. I riti þessu er stutt lýsing á Islandi. Ziegler

tekur fyrst nokkrar klausur úr Saxó og bætir svo sjálfur

ýmsu við. Hann segir, að Island sé frá norðri til suðurs

nærri 200 mílur á lengd, en eyjan sé að mestu fjöllótt

og óræktuð, en þar sem sléttlendi er, segir hann, að hag-

arnir séu svo kjarngóðir, að menn verði stundum að reka

féð þaðan, svo það kafni ekki af fitu. Hann talar um

eldfjöll, og segir, að í þeim sé fangelsi fyrir óhreinar

sálir; hann talar líka um svipi drukknaðra manna, sem

t t

hann segir gangi ljósum logum á Islandi. Isnum lýsir
hann likt og Saxó. Ziegler segir, að svo stutt sé á milli
Grænlands og íslands, að farmenn þeir, sem fara þar á

’) Annálar Björns á Skarðsá, bls. 54-55. Árb. Espól. III., bls.
105-106.

9*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0145.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free