- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
133

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[133

frægastur varð hann fyrir »kosmografíuna«, sem sagt er,
að hafi verið gefin út 24 sinnum, enda er þar
samansafn-aður mjög mikill fróðleikur eptir þeirra tíma sniði.

r

Miinster segir, að Island sé tvisvar sinnum stærra en

Sikiley; nafnið sé dregið af kuldanum og ísnum; merki

landsins segir hann sé krýndur fiskur, og hefir mynd af

t

honum í byrjun kafians um Island. Hann segir, að þrjú
há fjöll séu á íslandi, Hekla, Kreussberg og Helga; þau
séu þakin snjó að ofan, en séu að neðan brennandi af
brennisteinseldi. Hjá Heklu er stór gjá, sem enginn veit
botn á; þar sjást stundum vofur drukknaðra manna og
hverfa þangað aptur. A Islandi eru, segir hann, stórir
og grimmir hvitabirnir, sem berja göt á ísinn með
hrömm-unum, til þess að ná í fiska og eta þá. Miinster segir,
að uppsprettur séu á Islandi, sem breyti öllu i stein;
hann talar um hafísinn líkt og Saxó og segir, að hann sé
á ferðinni 8 mánuði kring um eyna; hann segir, að
heimsk-ir menn haldi, að það sé óp sálna í hreinsunareldinum,
sem heyrist, þegar jakarnir berjast saman. Múnster
seg-ir, að á íslandi sé svo mikið af fiski, að menn gjöri af
þeim húsháa hlaða undir berum himni; hann segir, að á

f 9

Islandi vaxi ekkert korn, en Islendingar fái kornmat frá

Hansastöðunum og vín frá Spáni; fyrir kornið og vínið fá

kaupmenn fiskinn og hafa af honum mikinn ábata.

Miinster segir, að kvikfénaður á Islandi mjólki vel, og

þar fáist rnjög mikið af smjöri; hann segir, að Island

heyri undir Noregskrúnu, en af því Noregur nú lúti Dan-

t t

mörku, þá lúti nú líka Islendingar Danakonungi. A
ept-ir lýsingunni á Islandi kemur faðirvor á íslenzku og er
ekki mjög vitlaust prentað.1 Þó nú nokkuð sé af
rang-færslum og hindurvitnum í þessari lýsingu, þá er þar þó
líka töluverður fróðleikur um ísland. Bókinni fylgja ýms
landabréf og eru Norðurlönd á einu; á þessum uppdrætti
er Grænland ákafiega stór eyja, laus frá heimsskauta-

Eg heíi haft fj-rir mjer vítgáfu gefna út í Basel 1598; bókin
heitir Cosmographey : das ist Beschreibung Aller Lander o. s. frv.
Lýsingin á íslandi er í þessari útgáfu á bls, 1205-120G.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0147.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free