- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
134

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[134

löndunum, en ekki áfast við Noreg eins og á mörgum

eidri iandabréfum; uppclrátturinn af Islandi er miklu betri

en áður; aðallag landsins allnærri sanni; þar er Grímsey

fvrir norðan land; stóru firðirnir fyrir norðan og vestan,

eru markaðir á þessu korti og eins eru á því allmörg

nöfn, þó þau séu nú nokkuð undarleg flest.

Litlu siðar 1546 lýsir Krcinz frá Hamborg íslandi.

Mestur hluti lýsingarinnar er auðsjáanlega tekinn úr forn-

um rithöfundum, einkum úr Adam frá Bremen; þaðan eru

teknar langar klausur orðrétt, en höfundurinn hefir lika

beinlinis eða óbeinlínis þekkt Giraldus Cambrensis og

Saxó, en svo bætir hann ýmsu við frá eigin brjósti.

Hann segir, að íslendingar lifi á kvikfénaði og fiskiveið-

um; hýbýli þeirra séu hellar eða herbergi, grafin inn í

íjallshlíðar af mannahöndum. Kranz segir, að kaup-

menn enskir og þýzkir leyfi þjóðinni ekki lengur að vera

t

ánægðri með sitt; þeir fari til Islands með vörur sinar til

þess að sækja fisk, en útlendingar flytji svo líka inn lesti

sína; nú blanda, segir hann, Islendingar vatnið vini og

láta sér ekki nægja eintómt uppsprettuvatn, og nú dást

þeir að gulli og silfri eins og vér. Hvolpa sína og syni

meta þeir jafnmikils, nema hvað hægra mun að fá son

fátæklings en hvolp hans; þetta er sama sagan eins og

t

á jarðkúlu Martin Behaims 1492. Kranz segir, að Is-

lendingar telji þá sæla, sem fluttir eru til útlanda; hann

segist hafa séð islenzkar konur og karla, sem fiuttir hafi

verið til útlanda á ungum aldri, og hafi þetta fóik gjör-

samlega verið búið að gleyma móðurmáii sinu, nema

nafni sínu. Kranz segir eins og Giraldus Cambrensis, að
t

Islendingar meti biskupa sina eins og konunga, en samt

neyðist þeir til að taka á móti valdsmanni Danakonungs,

þvi Danakonungur sendir þangað árlega höfuðsmann til

þess að taka tolla af kaupmönnum. Síðast talar Kranz

t t

um það, hvernig Islendingar hafi tekið trú og um Isleif
biskup, og tekur hann það allt orðrétt úr bók Adams
frá Bremen.1

Alberti Krantzii: Regnorum aquilonarium, Daniæ, Sueciæ,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0148.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free