- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
135

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[135

A fyrri hluta. 16. aldar voru tveir bræður upp í
Svía-ríki, sem gjörðu meira en nokkrir aðrir til þess að fræða
útlendinga um Norðurlönd. Hinn eldri, Jóhannes
Magn-us (f. 1488, d. 1544), varð erkibiskup í Uppsölum, en varð
að flýja þaðan um siðaskiptin; hann ritaði seinna
utan-lands sögu biskupsstóisins í Uppsölum og konunga sögu
Sví-þjóðar. Yngri bróðirinn, Olaus Magnus, ritaði fræga bók
um landlýsingu og þjóðir Norðurlanda, sem hafði mikil
áhrif á landafræðina í þá daga, og var fyrir
suðurlanda-búa aðaluppspretta allrar þekkingar um Norðurlönd í
meira en heila öld. Olaus Magnus fæddist í Skeninge
1490, en dó í Rómaborg 1558; hann var á yngri árum
kanúki í Uppsölum og Linköping, fór siðan í
erindagjörð-um Gustavs konungs Vasa til Rómaborgar og í ýmsar
aðrar sendiferðir, en kom aldrei aptur til Svíþjóðar. Olaus
Magnus bjó lengstum á ítaliu, fékkst þar við visindi,
um-gekkst lærða landfræðinga og ferðamenn, og varð leikinn
i að gjöra landabréf, eptir því sem þá var títt. Þegar
Jóhannes bróðir hans dó 1554, varð Olaus erkibiskup að
nafnbót til Uppsala, en aldrei kom hann þangað, enda
var þá annar siður lögtekinn í landinu. Bók Olausar
Magnusar um Norðurlönd1 kom út í Róm 1555, en síðan
komu út fjölda margar útgáfur aðrar, latneskar og
út-leggingar á önnur mál.

Olaus Magnus byrjar með því að lýsa eldfjöllum á

f

Islandi, og segist hann hafa sett þau á landabréf sitt yfir
Norðurlönd; hann segir, að þar sé snjór á tindum
eld-fjallanna, en stöðugur brennisteinseldur hið neðra, án þess
hann eyðist af sjálfum sér. Hann segir að það sé mikil
hætta að nálgast þessi fjöll, því menn geti kafnað i
ösk-unni, sem úr þeim gýs, og auk þess séu þar brunagjár,
fullar af ösku, sem gosið hafi úr eldfjöllunum, (2. bók. 2.
kap. bls. 61). Fyrir ofan þenna kapítula er mynd af

Noruagiæ Chronica. Francofurti ad Moenum 1575. fol., bls.
330-331.

*) Olaus Magnus Gothus. Historia de gentibus
septentrionali-bus . . . Romæ 1555, fol.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0149.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free