- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
141

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

*

140

nautin, Skálholt og Hólar; þar eru brennisteinskerin, fisk-

hlaði og tjölcl kaupmanna við ströndina. Á vestur- og

suðurenda landsins eru ýms staðanöfn; Vestrabord á skag-

anum á norðvesturhorninu á líklega eitthvað skylt við

Vestfirði; þar- er Isafjörður og akkeri fyrir utan, sem á

að tákna skipaleg; sunnar er yzt á nesi nafnið Jokel

(Snæfellsjökull); svo er við flóa þar fyrir sunnan Hana-

fiorcl (Hafnarfjörður), og er skip fyrir utan með landfest-

um; svo eru Foglasker fyrir utan nes þar suður af, og

þrjár eyjar liggja suður með landinu þar austur af, og

þar stendur Vespean (Vestmanneyjar?); á ströndinni

nokkru austar er nafnið Ostrabord, og liggja tvö skip

fyrir akkerum fyrir utan, og stendur nafnið »Bremen«
t

hjá öðru. I sjónum fyrir sunnan landið er fullt af
skipa-og skrýmslamyndum, líkt eins og vant er á landabréfum
frá þeim tímum; þar er meðal annars skip frá Hamborg
að skjótast á við skozkt skip, og hefir skotið af því
mastr-ið; á öðrum stað er skip frá Ltibeck, sem er að kasta út
tunnum fyrir illhveli, til að láta það glima við; litlu
aust-ar eru Englendingar búnir að festa sig við hval, og eru
að kynda eld undir potti á baki hans; þetta hefir eflaust
spunnizt út úr einhverri lyngbakssögunni, sem á
miðöld-unum voru algengar um allan heim.1 Sunnar eru í
sjónum stórir kögglar af hvalsauka rétt fyrir norðaustan
Færeyjar.2

Þegar vér berum þenna uppdrátt saman við uppdrátt
þann, sem fylgir ferðasögu Zeni-bræðra, liggur það beint
fyrir, að útgefandi þessarar sögu hefir auðsjáanlega orðið
að nota uppdrátt Olaus Magnusar, og þá fara nú flestir
gullhringar að detta af Zeni-uppdrættinum, sem svo
mik-ið hefir verið um skrifað. Margir fengust við Zenikortið,

x) Sbr. sögurnar um Sindbað í Þúsund og einni nótt og um ferðir
hins beilaga Brandanusar (O. Peschel: Abbandlungen I., bls. 20-28;
Heilagra manna sögur I., 274-75).

2) Oscar Brenner: Die ácbte Karte des Olaus Magnus von
Jabre 1539 (Cbristiania Videnskabs Selskabs Forbandlinger ]886. Nr.
15). 0. Brenner: Olaus Magnus und seine Karte des Nordens
(Hi-storisk Tidskrift 2. Række, 5. Biud. Christiania 1886).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0155.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free