- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
143

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[143

bökuð og færð úr stað, en aðallögun landsins er hin sama
eins og hjá Olaus Magnus. Foglasker er orðið
Floga-sker, Hafnarfjörður Anaford, Chaos undir rótum Heklu
orðið að staðarnafninu Ochos o. s. frv.
Hvalsaukaköggl-arnir suður hjáFæreyjum eru orðnir að
leyndardómsfull-um krossum; Færeyjar eru orðnar að einu landi
(Fris-land) og mjög stækkaðar, og fleira er eptir þessu. í
út-gáfum af landafræði Ptolemeusar, sem koma út eptir
1558, er Zenikortið tekið upp eða að minnsta kosti
not-að, t. d. í útgáfu eptir Girolamo Ruscelli, Venezia 1561,
og viðar.

Margir rithöfundar á 16. öld tóku í bækur sinar kafla

úr riti Olaus Magnusar; hinn spænski prestur Gomera er

einn af hinum fyrstu, er notuðu frásagnir Olaus
Magnus-/

ar um Island. Francesco Lopez Gomera var prestur i

Sevilla um miðja 16. öld; hann ritaði sögu Ameríku, sem

fyrst var prentuð 1553; þar eru kaflar um landaskipun

þeirra landa, sem næst eru Ameríku; þar lýsir hann

Norðurlöndum og er lýsing hans mjög lík frásögnunum i

bók Olaus Magnusar, enda hafði Gomera hitt Olaus

Magnus í Bologna og Venedig, og segir, að hann hafi

frætt sig um margt, er snertir Norðurlönd. Um ísland

farast Gomera þannig orð: »Islandia er á 73. mælistigi

norðlægrar breiddar og er 100 mílurálengd; sumirhalda,

að ey þessi sé norðar og þar sé einn dagur jafnlangur

og tveir mánuðir hjá oss. Islandia þýðir ís-ey eða ís-land;

það er ekki nóg með það, að sjórinn frjósi kring um eyna,

heldur hrúgast þar upp á lancl svo miklir isar, að brak-

ar í jörðinni. Utlit er til þess, að mennirnir þjáist. Þess
/

vegna halda Islendingar, að hreinsunareldurinn sé þar og
að nokkrar sálir pínist. Þar eru þrjú undarleg fjöll, sem
spúa eldi úr rótunum, þvi snjór er ávallt á tindum þeirra.
Þar eru lika tvær merkilegar uppsprettur; í annari er
rennandi vökvi, er líkist bræcldu vaxi,1 i hinni sjóðandi

l) Hér er átt við ölkeldur, því Gomera heíir, eins og G. Storm
bendir á, misskilið orðið »cerevisia« (öi) hjá Olaus Magnus og
út-lagt það »cera derretida«, brætt vax.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0157.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free