- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
145

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[145

takci tillit til tímans, sem þá var, og grennslast eptír, úr
hverjum jarðvegi hugmyndirnar eru sprottnar. Fyrst
framan af eru Islendingar sjálfir fremstir í því að rita
um landið og þjóðina, enda er þá gullöld íslenzkra
bók-mennta; samgöngurnar við útlönd eru mjög örar og
al-gengar og við það helzt fjör og táp í menntun og
fram-kvæmdum. Eptir að landið missir sjálfsforræði sitt, fer
smátt og smátt að draga myrkva yfir íslenzkar bók-

r

menntir og Islendingar láta nú um langan tíma því nær
ekkert til sín heyra; samgöngurnar hætta, menntir og
manndáð sofna út af. Yér höfum þessu næst talað um
þekkingu manna í Suður-Európu á Norðurlöndum og
sér-staklega á Islandi. Rit hinna fornu íslendinga voru á
miðöldunum lítið kunn fyrir utan þau vebönd, er hin
norræna tunga setti; en er líður á miðaldirnar fer
mennt-un, verzlun og samgöngur að vaxa í aðallöndum
álfunn-ar; við það víkkar sjóndeildarhringurinn og blæjan
lypt-ist af endimörkum jarðarinnar. Norðurlönd eru í fyrstu
alveg ókunn, en dragast smátt og smátt út úr þokunni
og eru orðin allvel kunn um miðja 16. öld. Þetta sést
bezt, er menn skoða landabréf frá ýmsum tímum; þau
sýna glöggt, hvernig sjóndeildarhringurinn allt af er að
víkka. Vér höfum reynt að gjöra oss nokkra grein fyrir
almennu ástandi menningarinnar á Islandi og
annarsstað-ar á þeim tímum, er hér ræðir um, og svo sett þær í
samband við þær lýsingar á landinu, sem koma fram í
bókum og á landabréfum. Ef rita skal sögu einhverrar
sérstakrar fræðigreinar, þá verða menn jafnhliða að hafa
1 huga allt ástand þjóðanna, til þess að skilja framsókn
vísindanna; hvað eina verður að skoðast eptir þeim
hugs-unarhætti og aldaranda, sem þá var, því engin þekking
kemur fram snögglega, heldur vex smátt og smátt; af
litlu fræi verður laufguð eik.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0159.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free