- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
147

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Í47

Hinrik VIII. sendi 1517 Sebastian Cabot tíl þess að
leita norðvestur-leiðarinnar, og komst hann á þeirri ferð
inn í Hudsonssundið, en varð svo frá að hverfa. Eptir
það varð nokkurt hlé á norðurferðum Englendinga; en
1576 byrjuðu þeir aptur, og héldu ótrauðir á fram í 60
ár; flest af skipum þeim, sem fóru, voru gerð út með
samskotum einstakra manna. Hinn fyrsti þessara
norð-urfara var Martin Frobisher; hann fór þrjár ferðir til
norðurstranda Ameríku á árunum 1576, 1577 og 1578.
Á fyrstu ferðinni sigldi hann á heimleið (1.—6. sept.) fratn

r

með suðurströndum Islands, og á annari ferðinni getur
hann um rekavið, sem hann sá á sjónum, og um ensk

r r

fiskiskip við Island; hann segir, að Islendingar hafi nærri
engan annan við til eldsneytis og bvgginga heldur en
rekaviðinn; ætlar hann að trén komi frá Newfoundlandi
og reki með straumum frá vestri til austurs.1

Nokkru seinna var Jolin Davis sendur á stað til
landaleita; hann fór 3 ferðir 1585, 1586 og 1587. Á
ann-ari ferðinni hafði Davis 4 skip; á 60° n. br. skipti hann
liði hinn 7. júní; fór sjálfur beint til Grænlands á tveim

r

skipum, en sendi hin tvö til Islands, til þess að kanna
/

sundið milli Islands og Grænlands, og áttu þau síðan að
sigla norður á bóginn allt að 80° n. br., ef hægt væri.
Henry Morgan, sem var á skipinu »Sunshine«, hefir lýst
þeirri ferð. Hinn 9. júni komu þeir að fastri ísrönd, og
sigldu fram með henni í 3 daga, og sáu á 3. degi fjöllótt
land á 66° n. br.; það var ísland; 12. júní komu þeir þar
á höfn og köstuðu akkerum; það hefir líklega verið á
Vestfjörðum. Þeir hittu marga Islendinga, og farast
sögu-ritaranum þannig orð: »Verzlunarvörur þeirra voru
fisk-ur, löngur, skreið og skötur, og höfðu þeir miklar birgðir
af þessum fiskum. Þeir eiga einnig kýr, kindur og hross
og hey handa þeim; vér sáum líka nokkra af hundum
þeirra. Veggirnir á húsum þeirra voru hlaðnir úr grjóti

B. Hakluyt: Tlie principal navigations, trafíiques and
dis-coveries of’ the english nation. London 1599. Fol. Vol. III., bls.
31, 133, 61.

10"

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0161.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free