- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
148

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[148

og rept yfir raeð viði og torfi, og var þakið flatt; mörg
húsin voru fast við sjóinn.1 Bátar þeirra eru úr tré og
járnspöng eptir kilinum, eins og á enskum bátum; þeir
höfðu og nagla til þess að negla þá með; þeir hafa lika
öngla og önnur tæki til fiskiveiða, hin sömu eins og vér
notum hér á Engiandi. Þeir eiga lika eirkatla og belti
og punga úr leðri, með koparhnöppum, axir og önnur
smától, hin sömu sem vér. Þeir þurka fisk sinn í
sól-skini, og þegar hann er þurr, hlaða þeir honum upp efst
í húsunum. Ef vér vildum fara þangað til fiskiveiða
meir en nú, þá mundum vér hafa af því mikinn ágóða;
vér veiddum þar 100 þorska á einum morgni. Vér
hitt-um þar Englendinga á skipi; höfðu þeir í ár (1586) lagt
frá Englandi um páska; einn þeirra kom upp á skip vort
og færði okkur tvö lömb; hann hét John Roydon og var
kaupmaður frá Ipswich; hann ætlaði með skip sitt til
London. Þetta er hið helzta, er eg tók eptir á Islandi«.
Þeir fóru frá Islandi um morguninn 16. júní, flæktust svo
i is og sáu Grænland 7. júlí, en gátu ekki komizt í land
fyrir ísum.2 Lýsing þessi ber það með sér, að
Englend-ingar hafa undrazt það, hve vel Islendingar voru
útbún-ir til fiskiveiða; þeir liöfðu áður verið í norðurferðum og

höfðu hitt Skrælingja og hafa hálfvegis búizt við að hitta

t

likt fólk á Islandi. Hinn ágæti enski farmaður, Henry
Hudson, kom’líka til Islands 1610 i maímánuði;3 það var
á hinni siðustu ferð hans; þá fann hann Hudsons-flóann;
en þar gerðu hásetar hans uppreisn móti honum og skildu
hann eptir og hefir ekkert spurzt til hans síðan; mun það
níðingsverk lengi í minnum haft.

Þegar Danir á 16. öld byrjuðu að leita Grænlands,
fengu þeir ýmsar upplýsingar á íslandi, og skip þau,
sem gerð voru út þangað til landaleita, komu hér við.
Jacob Allday, er fyrstur var sendur af Friðrik II. til þess

J) Þetta hafa líklega verið hjallar.

2) R. Hákluyt: Principal navigations and discoveries III.,
bls. 109.

8) J. R. Forster: Geschichte der Entdeckungen, bls. 385.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0162.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free