- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
152

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[152

að á íslandi séu þeir margir, er leika svo vel á hörpu,
að þeir lokka til sin fiska og fugla og veiða þá svo.1
Þetta er sama sagan, sem kemur fram i myndunum á
landsuppdrætti Olaus Magnusar.

Hieronymus Cardanus (f. í Pavia 1501, dó í Róm

1576) var merkur vísindamaður; hann fékkst við náttúru-

fræði, stærðfræði, læknisfræði og heimspeki, og gjörði

ýrasar ágætar uppgötvanir í stærðfræði og læknisfræði;

hann var mjög einkennilegur maður, ákafur í lund og

sérvitur og ekki við eina fjölina felldur; hann gjörði til-

raunir til þess að útrýma ýmis konar hjátrú, en gat þó

eigi alveg hafið sig yfir tíðarandann og var sjálfur í aðra

röndina mjög auðtrúa.2 í einni af bókum sínum getur

Cardanus um draugagang á íslandi og fer þar auðsjáan-

t

lega eptir Ziegler; hann kemst svo að orði:
»Islending-ar halda, að þeir sjái ættingja sína, sern dánir eru, og að
þeir faðmi þá, en segja, að þeir þá hverfi. Á íslandi er
mjög mikið af jarðbiki; menn lifa þar enn á ávöxtum,
rótum, möluðum fiskum og vatni; með því eyjan liggur
í íshafinu, getur korn eigi þroskazt þar sökum ógurlegs
kulda, hvað þá heldur vín. Þar verða svipirnir sökum
mataræðisins, loptsins, jarðvegsins og kuldans einna
á-þreifanlegastir. Sökum þéttleika loptsins og gufunnar,
sem samandregin er af kulda, reika svipirnir þar ekki
síður en i skýjunum; þessum svipum, sem eru tilkoranir
af villu, ótta og umhugsun, heldur hið þétta og jarðlega
lopt, þar til þeir verða skynjanlegir; af þvi ímynda þeir

Eg heíi ekki haft fyrir mér rit eptir Gemma Frisius sjálfan,
en heíi farið eptir því, er Arngrímur lærði segir um hann í
sCom-mentarius de Islandia«. Eitt af helztu ritum hans er »Charta sive
totius orbis descriptio*. Öll rit hans (opera collecta) eru geíin út í
Frankfurt 1582. 8vo.

2) Það er sagt um Cardanus, að hann haíi reiknað út
dauða-dag sinn, en þegar spádómur hans ætlaði ekki ab rætast, svelti
hann sig til bana, svo ekki sæist, að honum skeikaði; liklega er
þetta þó að eins þjóðsaga. Fm æfi Cardanusar og uppgötvanir má
lesa í A. fíeller: Geschichte der Physik. Stuttgart 1882 I., bls.
823-326.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0166.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free