- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
157

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[157

um Aðalbert Brimabiskup og áhrif hans á kristni
íslend-inga, og fer þar eptir Adam frá Bremen; siðan getur
hann þess, að margir kalli ísland Thule, en segir það sé
eigi rétt, en heldur að Thule sé á Skandinavíuskaga og
vitnar einkum í Prokopíus.

Ortelius talar fyrst um nöfn Islands og segir það sé

r

kallað Island, Snæland og Garðarshólmi; hann segir, að
landið sé 100 þýzkar mílur á lengd, en það sé að mestu
leyti óræktað og fjöllótt, og fyrir norðan geti runnar ekki
vaxið sökum harðra norðanvinda. íslancl komst undir
Noregskonung um 1260 og konungurDana ogNorðmanna,
sendir þangað landstjóra á ári hverju og hlýða
íslending-ar þeim, eins og þeir fyrrum hlýddu biskupum sinum;
Island byggðist fyrst á dögum Haralds hárfagra; heldur
Ortelius, að það hati liklega verið um árið 1000, en þó
getur hann þess, að Arngrimur Jónsson teiji uppliaf
Is-lands byggðar 874. Ortelíus getur þess enn fremur, að
hann hafi lesið i riti Zeni-bræðra, að Zichmni Frislands-

r

konungur hafi ráðizt á Isiand, en orðið frá að hverfa,

r

Því næst segir Ortelíus, að Island skiptist i 4 fjórðunga,
og nefnir nöfn þeirra; þar eru tvö biskupsdæmi, Skálholt
og Hólar, og skóli við hvorn biskupsstólinn; því næst
tel-ur liann klaustrin og eru nöfnin mjög bjöguð; segir hann,
að Vedel hafi skrifað sér, að þar séu auk þess 325
kirkj-ur. Ortelíus getur þess, að Kranz og aðrir höfundar segi,

r

að Islendingar búi i hellum og holi sér hibýli inn i
fjalls-hliðar, en sumir byggi sér hús úr hvalbeinum; þó bætir
hann við, að Arngrímur segi, að Islendingar byggi sér
hús úr tré, hnausum og grjóti, og séu sum þeirra stór og
dýr. Ortelíus segir, að Islendingar tali Cimbra-mál eða
gamla þýzku, og segist hann hafa séð íslenzka bibiíu
prentaða á Hólum 1584. Stórgripir eru ekki aðrir á
Is-landi en hestar og naut; þar eru engin tré, nema birki
og einir, en gras er þar svo mikið, að því er allir
höf-undar segja, að það verður að reka féð af högunum, svo
það ekki kafni af fitu. Á íslandi vex ekkert korn, en
menn lifa mest á fiski, er þeir þurka og berja, svo þeir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0171.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free