- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
160

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[160

enda var verzlunarkeppni ein af aðalorsökum ófriðarins;

höfðingjar Dana höfðu þá við Öðru að snúast en að skipta

sér af verzlun á íslandi, svo Þjóðverjar gátu stundað

hana eins og þeir vildu; Kristofer greifi af Oldenburg gaf

jafnvel Markus Meyer einum af’ foringjum Hansamanna

ísland að léni,1 en ekki entist Meyer hamingja né aldur

til að hagnýta sér þetta embætti. Þjóðverjar höfðu þá opt

vetrarsetu á íslandi, án þess nokkuð væri amazt við

þeim af stjórnarinnar hálfu, en brösótt áttu þeir enn sem

fyrrum við Englendinga.

Verzlun Englendinga liafði þá mjög hnignað, en fiski-

veiðar þeirra voru i uppgangi; Þjóðverjar fengust mikið

t

minna við þilskipaveiðar. I byrjun aldarinnar (árið 1500)

er það ákveðið með dómi, að taka skuli þá Englendinga

fasta, sem fiski með lóðum við strendurnar, en eigi verzii;2

en slikt hefir eflaust aldrei verið framkvæmt. Flestir

t

Englendingar hafa eflaust fiskað leyfislaust við Island;
þó eru þess dæmi, að sumir sækja um leyfi til
Danakon-ungs; 1592 fær t. d. Remund Ringe frá Harrwich eptir
beiðni Elisabethar drottningar leyfl Danakonungs til þess
að fiska við ísland í 7 ár, og koma inn á hverja höfn,
sem hann vill.3 1532 13. október ritar Friðrik I.
Dana-konungur Hinriki VIII. Englakonungi, og kvartar undan
yfirgangi enskra fiskimanna á fiskistöðvum við Island, og
er af því bréfi auðséð, að fiskiveiðar Englendinga hafa
þá þegar verið orðnar mjög miklar.4 Engiendingar hafa
úr þessu miklu minni verzlunarviðskipti við íslendinga
en fyrr, en halda sér á duggum fyrir utan strendur
landsins, og koma að eins við og við inn á hafnir. Enska
stjórnin reyndi á ýmsan hátt að styðja þenna atvinnuveg;
1548 var með lögum bannað að ieggja nokkurn skatt á
atvinnu þeirra skipstjóra og háseta, sem fiskuðu við New-

J) E. Baasch: Forschungen zur hamburgischen
Handelsge-schichte I., bls. 31 og 135. Sbr. Safn til sögu íslands II., bls. 675.

2) Finnur Jónsson: Historia ecclesiastica II., bls. 247.

8) Magnús Ketilsson: Forordninger II., bls. 148-50.

*) E. Baasch: Hamb. Handelsgesch. I., bls. 59.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0174.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free