- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
161

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[161

foundland og Island.1 Eflaust hafa fiskiskip ýmsra
anh-ara þjóða i þá daga fiskað við Island, þó lítt sé þess
get-ið í íslenzkum bókum; Englendingar voru á 16. öld
eng-anveginn einir um hituna hér norður i höfum.2 1613 er
getið um 18 gaskónsk hvalveiðaskip, er komu fyrir
vest-an, og 1614 og 1615 gerðu Spánverjar strandhögg og
rændu á Vestfjörðum, og hefndu íslendingar sín
grimmi-lega;3 eins eru til sagnir um Spánverja á Austfjörðum.4

Þjóðverjar höfðu litla þiiskipaútgjörð, en þeir héldu
opt úti róðrarskipum i verstöðunum, uns það var
bann-að 1544; um það leyti var farið að festast ýmislegt ófrelsi,
hvað snerti útgjörð skipa og kvaðir kotunganna, og hafði
það sem kunnugt er hin verstu áhrif á sjóþorpin; 1511
lét Stefán biskup dæma róðrarkvaðir á landseta
staðar-ins;5 höfuðsmenn, kaupmenn og jarðeigendur tóku fljótt í
sama strenginn.

Þegar Kristián III. var orðinn fastur i sessi í
Dan-mörku, tók brátt að sverfa að verzlunarfrelsi Þjóðverja á
Islandi, enda átti konungur þeim grátt að gjalda fyrir
ó-vináttu þá, sem þeir höfðu sýnt honum i greifastríðinu;
Norðurlandabúar voru og orðnir leiðir á verzlunarofriki
Hansastaðanna, og fóru nú að reyna að bjarga sér sjálf-

J. R. Forster: Geschichte der Entdeckungen und
Schif-fahrten im Norden. Frankfurt a. 0. 1784, bls. 838.

2) Til samanburðar iná geta þess, að Anton Parkhurst, skipstjóri
frá Bristol, segir i skýrslu um íiskiveiðar við New-foundland 1578,
ac) þar haíi þá árlega komið til íiskiveiða 50 skip ensk, 100 skip
spönsk (5-6000 smálestir) og 20-80 skip baskisk, er eingöngu fengust
við hvalaveiðar; auk þess komu þar 50 skip frá Portúgal (3,000
smálestir) og 150 skip frá Frakklandi, einkum Bretagne (7000
smá-lestir) sbr. J. R. Forster: Geschichte der Entdeckungen, bls. 339.

3) Espólíns árbækur V., bls. 129, 132, 135-37. Fróðleg frásögn
um rán Spánverja á Vestíjörðum og um dráp þeirra er í þætti
Jóns Guðmundssonar lærða eptir Gísla Konráðsson í hdrs. J. S. nr.
291. 4to, bls. 5-43. Sbr. Æíidrápa Jóns Guðmundssonar hdrs. J. S.
Fol. nr. 92. Síra Olafur Jónsson á Söndum kvað Hka drápu um
rán Spánverja.

*) Andvari IX. 1883, bls. 74-75.

5) Arbækur Espólíns III., bls. 30-31.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free