- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
164

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[164

Friðrik annar (1559—88) tók þar við, er Kristián III.

t

hafði hætt; hann skoðar Islancl sem séreign krúnunnar og

reynir sjálfur að hafa sem mestan arð af þeim verzlun-

t

vörum, sem mest voru verðar á Islandi. Fvrst tekur

7 t/

hann undir sig brennisteinsverzlunina á Norðurlandi; 15.
ág. 1563 keyptu þeir Hans Nielsen og Franz Lauritsson
brennisteinsnámurnar nyrðra af þeim Nikulási og Vigfúsi
Þorsteinssonum fyrir konung.1 Aður hafði Finnbogaætt

r

frá Asi i Kelduhverfi átt brennisteinsnámurnar, og þeir
Vigfús og Nikulás höfðu erft þær eptir Þorstein
Finn-bogason föður sinn. Hamborgarar höfðu fyrrum keypt
brennisteininn og haft mikinn hagnað af því; þóttust þeir
þar missa mikil hlunnindi; sendu þeir þá sendimenn til
Danakonungs 1560, er þeir fréttu, að hann ætlaði að taka
af þeim brennisteinsverzlunina, en það kom f’yrir ekki.
Samt sóktu nokkur skip frá Hamborg brennistein til
ís-lands, en konungur lét þá taka nokkur skip fyrir
Ham-borgurum í Eyrarsundi og annarsstaðar, og 4. maí 1562
neyðast Hamborgarmenn til þess að taka þeim kostum,
er konungur býður, og urðu þeir þá að afsala sér brenni-

r

steinsverzluninni á Islandi.2 Konungur hafði siðan
mik-inn ágóða af brennisteinsnáminu á Islandi.3 Um sarna
leyti fór konungur að draga undir sig verzlun með
ýms-ar aðrar vörur, þær sem mestan hagnað veittu;
fjárhag-ur Dana var mjög bágur um byrjun sjöárastríðsins, svo
konungi veitti ekki af að reita saman allt er hann gat.
23. marz 1562 auglýsir konungur, að hann ætli framveg-

r

is sjálfur að kaupa allt lýsi, er fáist á Islandi, og bannar
að selja það útlendingum,4 og ári seinna (20. rnarz)
kem-ur út konungsbréf, er bannar Islendingum að selja út-

’) Espólíns árbækur IV., bls. 132-33. Bogi BenecJiktsson:
Sýslu-manna æíir I., bls. 64, 70-71.

2) E. Baasch: Hamb. Handelsgesch., bls. 39-42.

s) í ritum lærdómslistafélagsins IV. 1783. Kmh. 1784, bls. 1-48
heíir Hannes biskup Finnsson ritað ágæta ritgjörð um
brennisteins-verzlun á Islandi.

4) Magnús Ketilsson: Forordninger II., bls. 10.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0178.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free