- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
166

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[166

kann það i aungvann máta tillátaz eðr til vilia giöraz*.1
Ríkisráðið bannar 23. april 1596 að selja útlendum
nokk-urn fisk eða aðrar vörur, fyrr en búið sé að borga
land-skuldir til konungs, og alla aðra skatta og álögur.2 Þá
var hart í ári og hefir liklega gengið illa að ná inn
sköttum; samt átelur Jón lögmaður 1595 á Ökrum í
Skagafirði aimenning fyrir það, að þeir selji naut, sauði,
vaðmál, prjónles, smjör, lýsi og fisk út úr landinu, en
taki aptur hjá Þjóðverjum eintóman óþarfa, svo sem
strútsfjaðrir, borðabönd, þunnfiókahatta og konupunga:8
hér eru Þjóðverjar ásakaðir fyrir að flvtja óþarfa, iikt og
Sverrir konungur bar þeim á brýn forðum daga.4

r

Arið 1601 hinn 24. júlí ritar Kristián konungur 4.
borgarráðunum i Hamborg og Bremen og kunngjörir þeim,
að framvegis vilji hann láta sína eigin undirsáta eingöngu
njóta hagnaðar af verzlun á Islandi, og árið eptir, 1602
20. april, er hin airæmda einokunarverzlun leidd i lög;

r

með því er verzlun Þjóðverja á Islandi dauðrotuð i einu

r

höggi. Arið 1602 var útrunnið það tímatakmark, sem
ákveðið var i leyfisbréfunum flestum, og því komst
ein-okunin einmitt á þetta ár; þó var leyfistíminn ekki
al-staðar útrunninn; í Hafnarfirði máttu Þjöðverjar t.d. enn
þá verzla i tvö ár. Verzlun Dana varð fljótt mjög ilia
þokkuð, og var þegar i fyrstu byrjun almenn óánægja
og kvartanir um lancl allt. Sumrin 1602 og 1603 fengu
Þjóðverjar ieyfi til að sigla til þeirra hafna, sem þeir
höfðu áður haft, til þess að ná inn skuldum, en enga
verziun máttu þeir reka; 1608 voru verzlunarhús
Þjóð-verja, þau er eptir stóðu, rifin eða brotin niður. Þannig
lauk verzlun Þjóðverja á íslandi; samt komu mörg þýzk
skip hingað eptir það áriega um langt árabii, þvi
borg-arar í Málmey, Kaupmannahöfn og Helsingjaeyri, er leigt
höfðu verzlun á íslandi, urðu að taka á leigu þýzk skip

Magnús Ketilsson: Forordninger II., bls. 157.

2) Lovsamling for Island I., bls. 135.

3) Árbækur Espólíns V., bls. 80-81.

4) Fornmannasögur VIII., bls. 250-51.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0180.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free