- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
168

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Ifi8

Pálsson á yngri árum við bóknám á Holiandi og
Eng-landi; Gissur biskup Einarsson var 3 ár við nám á
Þýzka-landi, og Oddur Gottskálksson menntaðist í Noregi,
Dan-mörku og Þýzkalandi; Marteinn Einarsson var 9 vetur
samfleytt á Englandi, enda var systir hans gipt enskum
manni; sira Pétur, bróðir Marteins biskups
(Gleraugna-Pétur), ferðaðist um Þýzkaland. Sigurður Jónsson, er
varð skólameistari á Hólum 1573, hafði verið lengi í
Kaupmannahöfn og Rostock; hann hafði fyrstur
íslend-inga lært hebresku.1 Sira Jón Guðmundsson,2 sem var
skólameistari i Skálholti 1585—89, var 3 ár í skóla í
Bre-men, og sonur hans Guðmundur lærði líka í Bremen.
Gisli biskup Jónsson fór 3 eða 4 ferðir til útlanda; er
sagt um hann: »ekki hafði hann kunnað latinu, en var
góður þýzkur«.3 Um Gissur biskup Einarsson segir Jón
Gissurarson: »i þýzkri tungu var hann svo fimur og
ferð-ugur, að þýzkir höfðu opt sagt, að hver hann þekkti
ekki, mætti hyggja að hann vaTÍ fæddur þýzkur«.4 Á
dögum Guðbrands biskups var það talið til almennrar
menntunar að kunna þýzku, og því lét hann dætur sínar
læra þetta mál.5 Framan af öldinni, meðan hinn forni
siður drottnaði, fóru stöku menn lengra suður; Helgi
Höskuldsson ábóti á Þingevrum (f 1561) gekk t. d. þrisvar
til Róm að taka lausn af páfa; »hann átti börn við
meina-lausum konum«.6

M Sigurður Jónsson var haltur frá öndverðu, þótti harður og
refsingasamur við pilta; hann varð likþrár og dó á jörð sinni Hóli
í Kinn. Árb. Espólíns V., bls. 14-16, 57.

2) Jón Guðmundsson var fæddur á Hvoli í Saui’bæ 1558, var 3
ár í Bremen, 5 ár í Höfn; hann var nefndur tii að vera í
biskups-kjöri með Oddi Einarssyni 1588, en af þvi menn grunaði, að hann
væri eigi nógu mótfallinn Kalvins kenningu (hann hafði lært í
kal-vínsmanna-skóla i Bremen), var eigi mjög fram fylgt hans kosningu;
hann var vel lærður og röggsamlegur; 1590 vígðist hann til
Hítar-dals og dó þar 7. sept, 1634. Hdrs. J. S. nr. 380 og 323. 4to.

3) Biskupasögur II., bls. 63(3. Safn I., bls. 134.

4) Safn til sögu íslands I., bls. 676.

r

5) Arbækur Espólíns V., bls. 72.

6) Annálar Björns á Skarðsá. Hrappsey 1774, bls. 109,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0182.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free