- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
170

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[170

þar;1 Þórður Þórðarson og Guðraundur Steindórsson sigldu

í Holland og England; Jón Jónsson græddi á Englandi

mikið fé2 og Brokevjar-Jón, forfaðir hinnar alkunnu Boga-

ættar, fór 1591 til Englands, var þar við kaupskap, og

varð stórauðugur maður; kom svo heim og staðfestist hér.3

Björn á Skarðsá nefnir mann, sem kallaður var Arni

gull, sem hafði siglt i England, verið þar um tima og

komið út hingað með gull mikið.4 Svo mætti marga fleiri

upp telja; en þessi dæmi eru nóg til þess að sýna, hve

tíðar utanferðir Islendinga voru i þá daga til annara

landa en Danmerkur. Þó reyndu ýmsir embættismenn

f

seint á 16. öld að takmarka utanferðir Islendinga, liklega
mest af óvináttu við Guðbrand biskup, en konungsbréf
20. marz 1573 bannar allar slikar tálmanir.5

Eins og kunnugt er, stóðu þeir Guðbrandur biskup
Þorláksson og Arngrímur Jónsson í sambandi við lærða
menn á Þýzkalandi og Hollandi, og mun þess síðar getið.
Þorkell, sonur Arngríms, var síðar við bóknám á Ilollandi;
þannig viðhéldust námsferðir islenzkra fyrirmanna til
Þýzkalands og Hollands alla 17. öldina; mun eg tala
nánar um það seinna; en hér þarf ekki að nefna nema
tvö dæmi, Þórð biskup Þorláksson, sem »dispúteraði« i
Wittenberg, og var við nám í Danmörku, Þýzkalandi og
Hollandi, og ferðaðist um England og Noreg, og
tengda-föður hans, Gisla sýslumann Magnússon á Hliðarenda, sem
var 4 ár við bóknám vtra, einkum við háskólann i
Lei-den.6 Þess hefir fyrr hefir verið getið, að utanferðir
ís-lenzkra námsmanna af helclra tagi voru alclrei eins tiðar,

!) Biskupasögur II., bls. 361, 363.

2) Biskupasögur II., bls. 620, 625.

3) Bogi Benediktsson: Feðgaæíi. Viöey 182a, bls. 9-10.

4) Annálar Björns á Skarðsá, bls. 143.

5) Magnús Ketilsson: Forordninger II., bls. 71. Safn til sögu
íslands II., bls. 336-37.

6) Eptir skrá háskólans í Rostock voru 7 Islendingar
innskrif-aðir námsmenn við þann skóla á árunum 1’180-1598. Sbr. afskript í
hdrs. J. S. nr. 536. 4to. Af bréfi 12. apríl 1600 frá Frederus
há-skólakennara í Rostock til Arngríms lærða sést, að Islendingurinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0184.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free