- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
171

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[171

eins og meðan gullöld íslenzkra bókmennta stóð sem hæst
til forna, og það er líka eptirtektavert, að mikill fjöldi
íslenzkra höfðingja menntast á Þýzkalandi og Hollandi á
16. og 17. öldinni, þegar íslenzkar bókmenntir aptur voru
að rísa úr dái.

Þjóðverjar sumir hafa líka setzt að á Islandi að
stað-aldri; Espólín getur þess, að Jacob Hildibrandsson Vinoch,
sem 1598 var sýslumaður í Múlaþingi, hafi verið
Ham-borgari;1 Jacob Lazason, sem var margfróður maður og
lengi hreppstjóri á Rauðasandi, var af þýzkri ætt, hinni
sömu og Lazi, sem brenndur var á aiþingi 1675,2 og eins
er getið um þýzka Júkkum nokkurn á Keldunesi;3 1587
var þýzkur bartskeri á Bessastöðnum, Hans að nafni,4
o. s. frv.

Islendingar fengust í þá daga einnig nokkuð sjálfir
við siglingar, skipasmíðar og verzlun. Marteinn biskup
Einarsson var á yngri árnm tvö ár kaupmaður í
Grinda-vík; Guðmundur Steindórsson var kramari Ilollendinga i
Bjarneyjum; Jón prestur Eiríksson i Vatnsfirði var svo

r

hagur, að hann smíðaði haffært skip.5 Olafur Pétursson
fógeti lét smíða liér í landi haffæra duggu; var hún fyrst
við fiskiveiðar, og var svo send til Bergen með skreið.6
Sjálfsagt hafa margir fieiri fengizt við verzlun, þó þess
sé ekki getið; það er t. d. nefnt 1571, að Guðbrandur
biskup hafi gert áminningu Halldóri presti Benediktssyni
um kaupverzlun hans mikla og aðra hluti, því Halldór
prestur var fédráttamaður mikill.7 Það er kunnugt, að

Loptur Skaptason fer það ár heini til Islands frá námi í Rostock.
Apotribe Calumniæ.

r

Arbækur Espólíns V., bls. 88.

2) Biskupasögur II., bls. 380. Vísa eptir bann er í Tímar.
bók-mf. VIII.. bls. 90.

8) Bisk.sög. II., bls. 386.

4) Annálar Björns á Skarösá, bls. 148.

5) Árbækur Espólíns III., bls. 91.

t

6) Annálar Björns á Skarðsá, bls. 245. Safn til sögu Islands II.,
bls. 736-737.

7) Arbækur Espólíns V., bls. 11.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0185.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free