- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
172

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[172

Ögmundur biskup hafði á yngri árum verið í förum; hann
var formaður á skipi Skálholtsstaðar til Noregs nokkrum
sinnum á dögum Stefáns biskups Jónssonar;1 hann lét
síðar gera skútu vestur í Vatnsfirði, og gekk hún
tvisvar á ári til Noregs, og hafði Ögmundur biskup
kaup-skap á viði og öðru.2 A dögum Gottskálks biskups átti
Hólakirkja TOlesta hafskip,3 og Jón Arason hafði
ogkaup-skip í förum til Noregs; það týndist í stormi fyrir vestan
Tindastól.4 Guðbrandur biskup kevpti 60 lesta skip af
Hamborgurum, en lögmenn báðir og lögréttan lögðust á
móti slíku fyrirtæki biskups, og kærðu fyrir konungi;
kváðu mikinn óþarfa og hættu, að landsmenn ættu sjálfir
kaupfar. Tókst svo illa til, að skipið týndist nokkru
síð-ar á útsiglingu;5 skip þetta átti að fara til Noregs að
sækja timbur og járn o. fl.; hafði Guðbrandur biskup 15.
marz 1580 fengið konungsleyfi til þess að verzla á
Skaga-firði. Þjóðverjar hafa líklega litið flutt af timbri og
ann-ari þungavöru; allt af er talað um timbureklu, og
með-fram vegna hennar hafa biskupsstólarnir orðið að hafa
skip í förum til Noregs. Jón prestur Egilsson segir líka,
að Skálholtskirkja hafi i þá daga átt skóg í Noregi, og
garð, er var kallaður Islendingagarður, og haldið þvi
fram á daga Marteins biskups; þá brotnaði skútan fyrir

s. st. III., bls. 7.

2) Biskupasögur II., bls. 238, 26G. Arbækur Espólíns III., bls.
91, 94, 108, 111. Árið 1534 segir Ögmundur biskup í bréíi til
bisk-upsins í Stafangri, aö bann baíi misst 3 hafskip, hvert eptir annab:
»Vildum vi gjarnan heim mót sumarið með guðs náð og miskunn,
nær vi kunnum fá nokkuð skip; hef ði yðar náð góð ráð upp á
malt eða korn, þá biðjum vi yður um nockra hjálp til sjós í vort
skip, því nú er ganske hörð tíð í Beren, því vér aktum oss að
hlaða i Stor« (Storð) J. S. hdrs. nr. 375. 4to. Sbr. Hist. eccles. Isl.
II., bls. 528.

3) Árbækur Espólíns III., bls. 42 og Sigurðarregistur.

4) Árbækur Espólíns III., bls. 130.

5) Árbækur Espólíns V., bls. 24. Magnús Ketilsson:
Forord-ninger II., bls. 93-94, 98-99. Hist. eccles. III., bls. 420-425,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0186.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free