- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
173

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[173

Eyrarbakka og lagðist af siglingin, en skógaritakið gekk
undan.1

Þessu næst liggur fyrir að segja frá lýsingum
ferða-manna þýzkra, er komu eða þóttust hafa komið til
Is-lands á 16. öld; þær frásagnir um landið, sem vér höfum
getið um i næsta kafla hér á undan, voru eigi eptir
ferða-menn, er hingað höfðu komið eða sjónarvotta; þær voru
samsettar af lausafregnum og munnmælum, er fræðimenn
erlendis höfðu hent á lopti og borizt höfðu frá
kaupmönn-um og sjómönnum.

r

Fyrsta þýzk lýsing á Islandi eptir sjónarvott var
prentuð í Hamborg 1561 hjá Joachim Löw; það var
lýs-ing í ljóðum á lágþýzku2 eptir Gories Peerse. Um
höf-undinn vita menn ekkert, en það er auðséð, að hann hefir
ekki verið Islendingur, þó svo standi á titilblaðinu, enda
talar höfundurinn um Islendinga með mikilli fyrirlitningu.
Arngrimur lærði heldur, að hann hafi verið skipstjóri, en
það getur lika vel verið, að hann hafi verið skipsiæknir
(bartskeri)3 og hefir hann líklega verið frá Hamborg,
enda var siglingin þaðan langmest. Gories Peerse hefir
að öllum líkindum komið til Islandsum 1554; segist hann
sjálfur hafa komið til norður-,suður-,austur- og vestur-

Safn til sögu íslands I., bls. 65-67.

2) Eg fer bór eptir útgáfu W. Seelmanris í Jahrbucb des
Ve-reins fúr niederdeutsche Sprachforschung. Jahrgang 1883. Norden.
u. Leipzig 1884, bls. 110-125. W. Seelmann heíir haft f’yrir sér
út-gáfu prentaða 1594, átta blöð í 8vo með titlinum: »Van Ysslandt
wat vor egenschop, wunder und ardt des volkes, der deerte, vögel
und vische darsúlvest gefunden werden. Geschreven dörch einen
gebaren Ysslander, und dörch de yennen so jaerlikes yn Isslandt
handeln yn den drúck vorferdiget«. Aptast á blaðinu 8. stendur
»Gories Peerse, Anno Domine LXI gedrúcket im jare 1594«. A
titil-blaðinu er mynd af manni, sem rífur sundur gin á Ijóni.

3) Bartskerar voru opt með þýzkum skipum og sumir dvöldu
vetrarlangt á Islandi, enda er það tekið fram í alþingisdóminum
1545 um verzlun útlendinga, að »bartskerar megi hér eptir liggja
um vetur með fógetans ráði, þó svo, að þeir græði fólk fyrir
bil-legan betaling og fremji engan kaupskap né haíi skipaútgjörð*. Safn
til sögu íslands II., bls. 687.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0187.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free