- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
175

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[189

snjó, verða menn að setjast að oggeta ekki farið lengra,

r r

þvi menn verða að átta sig eptir fjallatindum. A Islandi
eru hvorki hirtir né hérar og engin villudýr, nema hvítir,
gráir og mórauðir refir, og drepa þeir margar kindur;
þar eru mörg ótamin hross, og hvítabirnir koma á ísnum
frá Grænlandi. A hverju ári kemur mikill hafís fyrir
norðan, svo að skip komast eigi að landinu; hann er
20—30 faðma þykkur og brýtur skipin, sem i hann
kom-ast. Um Jónsmessu sigla menn inn i hafnirnar fyrir
norðan, þvi þá er ísinn optast farinn;1 hlaða farmenn þá
skipin með brennisteini, því hann grafa menn út úr fjöll-

unum fvrir norðan; brennisteinn er fluttur á hestum til

%j /

sævar, þvi ekki er hægt að nota vagna á fjöllunum. Á
íslandi eru stærri hrafnar en i öðrum löndum; þar eru
og fyrir austan og norðan margir fagrir fálkar; þar eru
og rjúpur mjög algengar; hvorki er þar bjór né brauð,
og korntegundir geta ekki vaxið vegna kuldans;
jarðar-ávextir eru þar engir nema grasið, en þar er mikið af
feitum nautum og kiudum; kvikfé verður þar á fjórum
vikum svo feitt, að það fitnar i öðrum löndum ekki
bet-ur á höfrum; hestar eru þar allir skeiðhestar og fótvissir;
tré vaxa þar engin nema birki; til eldsnevtis nota menn
mó, þang, kúamykju og fiskabein. Um hvalina segir
Peerse ýmsar kynjasögur, eins og allir aðrir á þeim
tím-um; hann segir, að menn geti ekki ráðið við hvalina,
sem sumir séu 100 álna langir, og ekkcrt geti grandað
þeim nema ísinn, þvi þeir verða milli lands og íss og
láta þar líf sitt og komast svo á vald mannanna. Peerse

r

segir, að Island sé aflangt og liklega um 100 mílur á
hvern veg; því næst segir hann hundasöguna gömlu;
snýr sér þá frá landinu og fer að tala um íbúana.

Peerse segir, að Islendingar séu mjög guðræknir,
þeir liafi vanalega kapellur hjá húsum sínum og biðjast
þar daglega fyrir á morgnana undir eins og þeir koma

Þetta er rétt, sbr. Den grönlánska driGsen yid Island af Tb.
Xhoroddsen (Ymer. Stockholm 1884).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0189.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free