- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
176

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[176

úr rúraunum, og tala ekki orð við mann, fyrr en þeir

eru búnir að biðjast fyrir. Daglega lesa þeir Davíds-

psaltara á latínu og flestir skilja þó ekki ögn í honum;1

margir prestar prédika þar ekki nema tvisvar á ári.

t

Peerse segir, að á Islandi sé saurlifi algengt og að al-

þýðu þyki engin skömm að svikja Þjóðverja (í kaupum

og sölum). Þegar íslendingar heiisast, kyssast þeir, og

margir eru svo sterkir, að þeir geta tekið upp litla bjór-

tunnu og drukkið úr sponsgatinu eins og bænclur úrlegli.
t

Islendingar álita það engin óhreinindi, þó nokkur óhrein
hár blandist i matinn eða jafnvel stundura nokkrar lýs,
»þvi þetta er lusug þjóð«, segir Peerse. Hákarl og fisk
eta þeir hráan og ósaltaðan, og raeð raögru kjöti eta
þeir tólg; þeira stendur á saraa, þó maturinn sé ósaltað-

r

ur og brauðlaus; auk þess eta Islendingar skyr, drafla,
mélgraut ogblómur; hrátt tórat selspik, án salts ogbrauðs,
eta þeir eins og sælgæti, og eins sjálfdauða gripi. Þegar
þeir fá öl, drekka þeir meðan eitthvað er til, og sitja svo
fast við drykkinn, að þeir gefa sér ekki tíma til að
standa upp, en húsfreyja hefir næturgagnið til taks, ef
einhver þarf þess; sér til skemtunar urra þeir (raula)
eins og birnir eða hundar; bjórinn drekka þeir úr
rennd-um nautshornbikurum. Aldrei bera þeir á sér peninga
og það er ekki nein skömm að eta og drekka án þess

í formála fyrir »VII Idranar psalmar Davíds« segir
Guð-brandur biskup Þorláksson: »1 þeim blinda pavadómi bjá oss, voru
þessir 7 psalmar mjög tíðkaðir og lesnir, þó með litium skilningi
(af því þeir voru á latínu). Þar var nálega enginn, sem kunni að
lesa, að hann læsi ekki, eða ætti ekki að lesa, þessa psalma
dag-lega. Og ekki voru þeir haldnir vel kristnir, sem þá ekki höfðu
og lásu optar en sjaldnar. Mönnum fór þá ekki ólíka, so sem þá
blindur maður þreifar á einum gimstein eða dýrgrip, en sér hann
þó ekki; samt helir hann gaman þaraf; með sama móti voru þessi
orð í pávadóminum mörgum góðfúsum hjörtum til uppvakningar,
og slíkan krapt höfðu þessi óskilin orð, að menn klökknuðu þar af
og uppkveiktust í hjarta og hugarfari til guðrækni og góðfýsi«. Jón
Espólín segir, að leikmenn haíi eptir siðaskiptin haldið langfastast
í latínuþulurnar, sem þeir ekkert skildu í. Arbækur IV., bls. 18.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0190.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free