- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
180

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[180

t

komið til Islancls 1563, en erliann fórþaðan 1565,
hrakt-ist hann viða um lönd og gat ekki gefið bókina út fyrr
en 1607; hann fór frá Islandi til Lissabon; þar heyrði
•hann, að konungsskip nokkur væri ferðbúin til Indlands við
Herkúlessúlur; langaði Blefken til að sjá Indland, og fór
því landveg með tveim Þjóðverjum suður til Gades, en
þeir náðu ekki fari; skipin voru farin áður en þeir komu.
Þegar þessi von brást, fór Blefken til Afríku allt til
Go-letta; það er hafnarborg við Túnis; þar sneru
fylgdar-menn hans aptur. í Goletta hitti Blefken
Norðurálfu-mann, sem hafði tekið Múhameðstrú og átti heima í
Tin-git í Maroccoríki. Þessi Múhameðsmaður hvatti hann til
að ferðast með sér, og gerðist Blefken þjónn hans og
vinnumaður, af þvi hann var sjálfur peningalaus. »Þó
mér væri það örðugt«, segir Blefken, »tók eg bagga á
bak mér, því eg vissi, að heimskt er heimalið barn, og
margs verður sá visari, er víða ratar«. Ferðuðust þeir
siðan um Túnisríki og Marocco alla leið til Tingit; á

þessu ferðalagi var Blefken i 5 ár, og geymdi allt af hjá

t

sér handritið af ritlingi sínum um Island. Þaðan fór
hann til Austurríkis til Vínarborgar, og var þar með
greifa nokkrum, er Ottó hét, en vegna sífelldra ferðalaga
gat hann ekki gefið út bókina. Arið 1582 sendi Turckxess
erkibiskup i Köln1 Blefken til Bonn; féll hann þá í
ræn-ingjahendur; tóku þeir fé hans og poka, færðu hann úr
fötunum og skildu hann eptir dauðvona með 23 sárum;
þar missti hann Islandslýsinguna, og bjóst aldrei við að
sjá hana aptur, en fékk hana þó seinna af hendingu;
Blefken segir, að Schenck nokkur hafi tekið Bonn 1588;

Turckxess þessi, sem liér er nefndur, er líklega Gebhard II.
Trucbsess von Waldburg; bann var valinn til erkibiskups 1577,
snerist til mótmælendatrúar 1582 og gekk að eiga Agnesi
greifa-innu af’ Mansfeld; s. á. 22. marz var bann settur af og bannfærður
af Gregor páfa XIII., og Alexander Fax-nese lór með her manns í
lönd hans til að reka hann frá völdum; Gebhard varðist drengilega
og á árunum 1584-89 var hin grimmasta styrjöld í löndum hans, en
eptir bardagann við Zutphen varð Gebhard að fara frá og dó 21.
maí 1606 í Strassburg.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0194.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free