- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
181

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[131

þá fann riddari, sem Blefken þekkti, bókina 1 húsí, er
íbúarnir voru flúnir úr, og með því nafn Blefkens stóð
á henni, skilaði riddarinn honum skræðunni, svo nú var
loksins hægt að prenta hana; þó beið prentunin enn í 19
ár, af hverjum orsökum segir Blefken ekki.

Blefken segist ekki kæra *sig eins um málfegurð eins
og sannleika, »þvi ekkert hefi eg ritað», segir hann,
»nema það, sern eg hefi heyrt og séð. En margir eru
þeir nú á dögum, sem ekki halda að neitt sé satt, nema
þeir hafi sjálfir séð það eða reynt það«. Seinast í
for-málanum heldur hann hrókaræðu um sannleiksást sina
og annað þvílíkt; það er eins og hann sé að slá
var-nagla og hann gruni, að margir muni þeir verða, er ekki
vilji trúa skröksögum hans. A undan formálanum er
löng tileinkun mjög guðrækileg, en fyrir aptan hann tvö
lofkvæði latnesk um Blefken; telja skáldin það mikinn

r

heiður fyrir Island, að annar eins maður eins og Blefken
skuli hafa þangað komið. Allur þessi hlægilegi
inngang-ur tekur yfir 18 blaðsíður, o^ þá kemur lýsingin sjálf á
bls. 19—71.

Eg fer hér fljótt yfir vitleysurnar og kynjasögurnar
í bók Blefkens, en nefni heldur hitt, sem einhver fótur
er fyrir, til þess að fá yfirlit yflr þær hugmyndir, sem
verzlunar- og sjómannalýðurinn hafði um Island.1

í fyrsta kapítulanum segir Blefken frá ferð sinni til
íslands 1563, og talar um fund Islands. Svo stóð á, að
tvö kaupskip ætluðu frá Hamborg til Islands, og vildu fá
með sér klerk; dr. Páll von Eitzen var þá biskup í
Hamborg,2 og útvegaði hann þeim Biefken. Skipin lögðu
af stað 10. apríl; sáu þeir ísland 14. júní og stigu á land í
Hafnarfirði daginn eptir. Þessu næst fer Blefken að lýsa
landinu: >ísland er«, segir hann, »hrjóstrugt, fjöllótt og

Þeir sem nánar vilja kynna sér bók Blefkens, geta
annað-bvort lesib bana sjálfa eða þá útdrætti þá, sem prentaðir eru í
binni fróðlegu ritgjörð Ólafs Davíðssonar í Tímar. bókmf. VIII. 1887.

2) Þetta er ósatt; P. v. Eitzen hafði flutt sig tii Slésvíkur
ár-inu áður (1502).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0195.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free