- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
185

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[185

þann hlutann, sem var líkur járni í eld, þá brann hann

sem kol. Við Þorlákshöfn segir liann að séu tvær upp-

sprettur, önnur köld, en hin heit; þeim sé veitt saman á

einn stað og verði þar iaug ágæt til heilsubóta. Skammt

þaðan er uppspretta, sem Blefken segir að lækni frönsku

t

sýkina, sem sé algeng á Islandi. Nálægt Hafnarfirði seg-

ir hann sé ógurlega djúp sprunga, svo vatnið sjáist ekki

í botninum, en ef kastað er niður i hana steini, þá heyr-

ist hann koma niður eptir hálfa stund og þá vex vatnið

t

upp á barma. A miðri eynni er vatn, sem banvæna

gufu leggur af, svo fuglar deyja sem yfir fljúga.

Fimmti kapitulinn er um undarleg fjöll á Islandi.

Blefken segir, að þrjú fjöll séu merkilegust á íslandi:

Krossfjall, Snæfellsjökull og Hekla. Krossfjall og Snæ-

fellsjökull eru svo há, að þau ná upp úr skýjum; þau

eru aldrei snjólaus og á þeim eru daglega þrumur og eld-

ingar, þó heiðríkt sé í næstu dölum. Þriðja fjallið

(Hekla) er eigi eins hátt; það er norðan á landinu eigi

fjarri sjó og leikur sjór að nokkru leyti um það; í kring

um Heklu eru engir hagar, þvi hún eyðir öllu með ösku

og vikri. Segir Blefken ýmsar kynjasögur um Heklu,

þær sömu sem líka sjást hjá eldri höfundum, og yrði of-

langt að fara út í þær hér; þar er fullt af öndum og

draugum, sem ekki er kyn, þar sem hreinsunareldur og

helviti eru i fjallinu; á fyrri öldum gengu margar sögur

um útlönd um undrin í Heklu, og var mörgum forvitni

á að heyra þaðan nýjungar.1 Sama árið sem Blefken
t

kom til Islands, segir hann, að í hafinu hjá Heklu hafi
gosið 29. nóvember um miðja nótt, og sló birtu yfir alla
eyna, og gerir hann mikið úr öllum þeim ógnum, sem þá
hafi gengið á. Þvi næst segir Blefken frá gömlu sögunni
um hafísinn og trú manna um sálir, sem þar eigi að
kveljast.

t t

x) I ritgjörí) Jóns Gizurarsonar (Safn til sögu Islands I., bls.

676)ergetiö um fund þeirra Gissurar biskups Einarssonar og
Krist-iáns konungs þriðja 1540, og sþótti Gizuri þá kóngur spyrja sig
margra óþarfra hluta, sérdeilis um Heklufjall«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0199.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free