- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
186

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[186

í sjötta kapítulanum talar Blefken um afrakstur
landsins og íbúana. Segir hann, að á Islandi séu engir
akrar, ekki minnsta kálgarðshola, og engir ávextir. Þó
ótrúlegt sé, segir hann, neyta íslendingar hvorki salts né
brauðs, og eru þó vel útlitandi og sterklegir. Engin borg
er á eynni og sjaldan eru tvö eða þrjú heimili hvert við
annað. íslendingar búa við s]ó sökum fiskiveiðanna, og
vegna hinna miklu hvassviðra hafa þeir bústaði sina
neð-anjarðar. Brennisteinn er þar mikill i landi, einkum að
sunnan, og selja þeir hann hreinsaðan fyrir lítið verð.
Málmar eru þar ekki til, en járnið, sem þeir brúka, er
flutt inn í landið; sjaldgæft er að flnna menn, sem ekki
hafa hestskónagla í pússi sínum. Tré eru engin á eynni
nema birki á einum stað, þó ei nema mannshæðarhátt:
trén geta ekki vaxið sökum hvassviðranna, Birkið
spring-ur út eptir sumarsólhvörf og er af því hinn sætasti
ilm-ur. Með sjó og ís rekur mikið af greni frá Tartaralandi
eða annarstaðar frá til Islands. Því næst talar Blefken
um fltu kvikfénaðarins og um smjörið, likt og Kranz og

r

Olaus Magnus. Af alidýrum hafa Islendingar kolióttar

kýr og hesta, sem eru ágætir til áburðar, og stórvaxnar

sauðkindur, en hvorki hafa þeir svín né hænsni. Þegar

ísiendinga vantar hey á vetrum, ala þeir kvikfénaðinn á

flski. Á íslandi eru loðnir hundar, eyrnalausir og rófu-

lausir; meta Islendingar þá mikils og selja varla, en börn

sín gefa þeir hverjum sem hafa vill ókeypis; þetta er

t t

gamla sagan, sem getið heflr verið um áður. A Islandi
eru hvítir úifar og hvítir birnir; fuglar eru þar fáir nema
sjófuglar og hrafnar, sem stundum eru hvítir; þar eru
ágætir fálkar og eru sumir hvítir, og veiða Spánverjar
og Portúgaismenn1 þá með miklum kostnaði; þar eru og
hvítar rjúpur. Ar eru þar margar og flskisælar og veið-

r r

ast í þeim iaxar, siiungar og styrjur(!). A Islandi er
ein brú tilbúin úr hvalbeinum; engir eru þar vegir um

*) Þessar þjóDir hafa, svo menn viti til, aldrei veitt fálka á
Is-landi, og þó segist Blefken liafa siglt héðan með portúgisku skipi,
er var að sækja fálka!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0200.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free