- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
187

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[187

öræfin, en menn verða að liafa segulnálar til
leiðbeining-ar eins og á sjó. Hafið kríng um ísland er ákaflega
djúpt, og í því eru stórkostlegir hvalir og skrímsli;
hval-ina geta menn ekki unnið, en ísinn og vindurinn rekur
þá upp á sker, svo þeir drepast. Blefken segist hafa séð
einn rekinn hval, sem var .30 álnir á lengd og meir en

r t

spjótslengd á hæð. Ur hvalbeinum gjöra Isiendingar hús,

bekki, fótaþrep, borð og aðra muni, og fægja þá, svo

þeir líkjast fílabeini; er sagt, að þá dreymi ekki um ann-

að en skipbrot, sem sofa í þessum hvalbeinshúsum. Því

næst segir Bletken frá háhvrningum, sem hvalirnir ótt-

ast mjög; hann segir ýmsar hvala- og skrímslasögur og

talar um hákarlaveiðar. Þjóðverjar voru áður vanir að

t

skilja eptir þjóna sina á Isiandi vetrarlangt, en árið 1561
segir Bletken, að Konráð nokkur Bloem Hamborgari hafl
dvalið vetur á Islandi, og narraði hann þá
einhyrnings-tönn út úr Skálholtsbiskupi, og seldi hana síðan fyrir
mörg þúsund gyllini í Antwerpen, en þegar
Danakon-ungur heyrði þetta, bannaði hanu Þjóðverjum framvegis
vetrarsetu á Islandi.

r

I sjöunda kapítulanum er mest talað um alþingið.
Fyrst er þar mjög skrítin lýsing á Þingvelli. Blefken
segir, að á miðri eynni sé yndislegur staður, sem er eins
og aldingarður á vorin; þar var forðum eldfjall eins og
Hekla; en þegar það var útbrunnið, myndaðist slétta, en
klettarnir, sem voru kring um eldfjallið, standa enn;
stað-ur þessi er því víggirtur af náttúrunnar völdum, svo þeir,
sem þangað koma, verða að fara um einstígi. Þar eru
tveir fossar, er fljót falla fram af háum klettum; þau
sameinast á sléttunni og hverfa niður i jörðina um
hyl-dýpisgjá. Þar koma íslendingar saman um 29. júní,
þeir er eiga i einhverjum málum, því mál eru eigi dæmd
nema á þessum stað og þessum tíma; landstjóri liefir þar
liðsmenn sína til gæzlu; hver sem vill má koma þangað,
en enginn fær að fara burtu nema með vilja
landstjór-ans. Þegar búið er að halda guðsþjónustu, setjast 12
lög-menn á jörðina og hafa þeir hver í hendi sér lögbók,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0201.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free