- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
188

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[188

sem rituð er á alþýðumáli; þegar borin hafa verið fram
málin, skipta þeir sér og hver flettir upp í sinni bók;
ganga síðan saman aptur og kveða upp dóminn. Ef
eitt-hvert málið er mikilsvert, ræða þeir um það við
land-stjórann, en hann heflr ekkert úrskurðarvald. Þessir 12
lögmenn eru hafðir i miklum metum og er einn þeirra
æðstur; þeir ihuga, rannsaka og dæma öll mál og ákveða
hegninguna. Þeir sem eru dæmdir til dauða, eru
höggn-ir með öxi, en aðrir eru brennimerktir á enni, og þykir
það ein hin þyngsta hegning; surnir eru hýddir. »Eg sá«
segir Blefken » föður og son, sem voru í haldi fyrir
sauða-þjófnað; föðurnum var þröngvað til að hýða son sinn, og
síðan var hann flengdur sjálfur«.

í áttunda kapítulanum segir Blefken frá Grænlandi;

t

segir hann, að landstjóri Islands hafi fengið ýmislegt að

vita um það land hjá munki einum blindum í Helgafells-

klaustri, sem lengi hafði verið á Grænlandi, og svo kveðst

hann sjálfur hafa spurt hann. Munkur þessi var fæddur

í Grænlandi; hann var dökkur á hörundslit og breiðleit-

ur. Þvi næst lýsir Blefken Grænlandi eptir sögn munks-

ins. Frásaga Blefkens ber það ljóslega með sér, að hún

er eintómur uppspuni sjálfs hans og samsull úr gömlum

lygaritum, eins og úr Zeni-bókinni og öðrum eldri og

yngri ritum. Segir Blefken, að landstjóri hafi sent sig

með skipi, er liann gerði út til að leita Grænlands; voru

á skipinu 60 manns, Islendingar og Danir; áttu þeir, ef

hægt væri, að fara frá Grænlandi um Ishafið og tartar-

iska hafið til China. A Grænlandi komust þeir ekki á

land fyrir ísum; héldu svo lengra norður í höf allt aust-

ur að Nova Zembla; komust þar eigi heldur lengra fyrir

t

ísum og urðu svo að snúa aptur til Islands, og komu
þangað 16. júní 1564. Hinn 29. dag sama mánaðar
seg-ist Blefken hafa farið til alþingis með landstjóranum; þá
komu þar menn, sem bjuggu nálægt Heklu, og af því
Blefken langaði til að sjá þetta undrafjall, sendi landstjóri
hann þangað á sinn kostnað; voru í för með honum 2
íslendingar og einn danskur maður. Héldu þeir um fjöll

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0202.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free