- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
189

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[189

og öræfi í 4 daga, uns þeir komu í nánd við Heklu; þar
voru héruðin öll þakin svartri ösku og vikri; réðu
Islend-ingar honum frá að fara lengra, en hann lét það ekki á
sig fá og hélt enn áfram með hinum danska manni; en
þegar að fjallinu kom, varð sá danski eptir lika, en
Blef-ken hélt ótrauður áfram. Þar var þá undarleg kyrrð og
hvorki sást eldur né reykur, en allt i einu heyrðust
á-kafar dunur niðri i jörðunni og bláir logar gusu upp;
fylgdi þeim brennisteinssvæla með svo andstvggilegri
fýlu, að Blefken var nærri kafnaður og gat hann
naum-lega komizt aptur tii förunauta sinna og hestanna. Af
geðshræringunni og hræðslunni varð Blefken veikur og
fóru Islendingar með hann til byggða, en danski
maður-inn sneri aptur til landsstjórans, og sagði honum og
Ham-borgarmönnum frá afdrifum Blefkens. Blef’ken lá i tvo

r

mánuði og lifði aumu lifi hjá Islendingum, og kvartar
einkum undan matnum; loks varð hann þó svo hress, að
hann komst aptur til landstjórans, og dvaldi hjá honum
á Bessastöðum um veturinn, því Hamborgarar voru
farn-ir, með því þá var orðið svo áliðið. Næsta ár komu
eng-in þýzk né dönsk skip, svo Blefken varð að taka sér far
með Portúgalsmönnum, er komið höfðu til Islands til
fálkaveiða. íslendingur nokkur, Jónas að nafni, kunningi
Blefkens, hnýtti að skilnaði 3 hnúta á vasaklút Blefkens
og lofaði honum hagstæðum vindi, og sagði honum að
leysa hnútana, ef illa byrjaði.1 Þegar þeir Blefken voru
komnir svo nálægt Spáni, að sá til lands, varð logn og
kom enginn vindgustur i þrjá daga: »þá datt mér í hug,«
segir Blefken, »loforð vinar míns og langaði til að reyna,
og leysti fyrsta hnútinn; þá kom strax eptir eina stundu
hagstæður vindblær; þá leysti eg annan og þriðja
hnút-inn og þá fór veðrið meir og meir að vaxa, svo að vér

x) í þá daga voru það annars einkum Finnai’, sem ab trú manna
voru mestir veðurgjöröamenn (sbr. t. d. Troels Lund: Danmarks
og Norges Historie i Slutningen af det 16. Aarb. I., bls. 126-29).
Hjátrú um galdraveður béizt lengi í mörgum löndum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free