- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
191

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[191

og lípurt; bókin er stutt og aðgengileg og efninu allvel

skipt niður; aptur á móti er ritháttur Arngrims, þrátt

fyrir allan hans mikla lærdóm og miklu yfirburði yíir

flesta aðra rithöfunda á þeim dögum, stundum fremur

þunglamalegur, og sá sem vill fá giögga vitneskju um
/

Island af bókum hans, verður að safna því saman á

mörgum stöðum með töluverðri fyrirhöfn, þvi bækur hans

eru striðsrit, en ekki landlýsingar; hefði Arngrímur samið

t

stutta og glögga Islandslýsingu, þar sem fljötlega mátti
fá yflrlit yfir náttúru landsins og mannlif, þá hefði hann
eflaust mikið fljótar getað fulikomlega útrýmt öðrum eins
þvættingi, eins og sögum Blefkens og hans fylgifiska.1

Árið 1616 kom enn út dálítið rit um ísland; það var
eptir Davið Fabricius, prest i Austur-Fríslandi. Davið
Fabricius þessi var að mörgu ieyti merkur maður; hann
var fæddur í Esens 1564; um ætt hans og foreldra vita
menn ekkert með vissu; hann tók snemma að stunda

Titillinn af bók Blefkens er þessi: Dithmari Blefkenii Islandia
sive populorurn et mirabilium quæ in ea insula reperiuntur
accura-tior descriptio; cui de Gronlandia sub íinem quædam adjecta.
Lug-duni Batavorum 1607. bvo. 71 bls. Bæklingur þessi kvað hafa
komið út í 2 eða 3 latínskum útgái’um og var mjög opt þýddur;
Olafur Daviðsson segist hafa séð 10 útg. á hollenzku. A þýzku
kom Blefken út i ritsafninu: Hier. Megisters Septentrio
Novanti-quus oder die newe Nort Welt. Leipzig 1613 (bls. 12-95); þessi bók
var líka út geíin í Frankfurt og Leipzig 1728 og heitir þá
»Neuent-decktes Noi’den«; í I. C. Adelungs Geschichte der Schiftáhrten und
Versuche zur Entdeckung des nordöstlichen Weges nach Japan und
China unternommen worden. Halle 1768. 4to, er á bls 295-98
út-legging af Grænlandsþætti Blefkens, og trúir höf., að ferðasaga
Biefkens sé sönn; eins litur út í’yrir, að jafnvel annar eins maður
eins og Forster (bls. 533-34) haíi trúað Grænlandssögu Blefkens. I
ýmsum fleiri þýzkum bókum eru stærri og minni kaflar úr Blefken.
A dönsku var ferðasaga Blefkens 1825 lögð út í Journal for Politik,
Natur- og Menneskekundskab, udg. af O. Wolö’ I., bls. 42-61, og var
þar þýdd úr þýzku eptir útgáfu Megisters. Finnur Magnússon
skrif-aði í sama tímariti (bls. 173-81) ritgjörð, til að sýna, að ferðasaga
Blefkens væri eintómt bull og tilbúningur, en O. Wolft’ svarar því
aptur (bls. 181-86) og er svo mikill bjáni, að hann trúir Blefken
betur en Finni.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0205.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free