- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
194

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[194

að ]elta vitleysur Blefkeus. Stytzti dagur er sunnan á
landinu um vetrarsólhvörf 2 stundir, hinn lengsti á
sumr-um 22 stundir; nyrðst á landinu er á vetrum nokkra daga
engin birta og á sumrum engin nótt; sólin gengur þá
aldrei til viðar, svo þá er bjart dag og nótt. Seinasti
kapitulinn, hinn tóltti, er um Grænland.

r

Arið eptir að Fabricius dó kom út nýr bæklingur
eptir Arngrim lærða;1 þar sýnir hann ljóslega, að mest
allt rit Fabriciusar er útlegging úr Blefken; i þessu riti
er hann mjög kurteis og hógvær i máli, enda hefir
Arn-grimur iiklega vitað, að Fabricius var merkur rnaður, þó
honum tækist svo illa ritsmiðið um ísland.

12. Menntun á íslandi um siðaskiptin. íslenzkar bókmenntir
rakna við. Guðbrandur þoriáksson, Arngrimur Jónsson.

r

A fimmtándu öld hnignaði íslenzkum bókmenntum
stórkostlega, eins og alkunnugt er; þó dóu þær aldrei
gjörsamlega út; allt af lifði einhver neisti i eisunni; það
þurfti ekki nema eina almenna utanaðkomandi hreyfingu
til þess að glæða hið andlega lif, sem svo lengi hafði
verið falið. Hin andlega endurlifgun Európu gerði hér á
landi fyrst vart við sig um siðaskiptin; um smáar æðar
streymdi menntunin hingað furðu fijótt, einkum um seinni
hluta 16. aldar; á 17. öld var jarðvegurinn undirbúinn,
svo bókmenntirnar komust hér á það stig, sem menn
frekast gátu búizt við, því kringumstæðurnar voru í alla
staði örðugar; einokun og einveldi sugu merg og blóð úr
þjóðinni. Endurlifgun íslenzkra bókmennta var einkum
falin í þvi, að menn nú tóku að snúa sér að hinum fornu
fræðum, fóru að fást við sögu forfeðranna og önnur rit,
er fornmenn höfðu eptir sig látið. Það var ekki við því
að búast, að hér vaknaði mikið sjálfstætt vísindalif; til
þess var þjóðin allt of fámenn og fjarlæg. Náttúruvís-

Arngrimi Jonœ epistola pro patria defensoria scripta ad Da
videm Fabritium. Hamburgi 1618. 4to.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0208.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free