- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
195

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Í9i>

indin voru þá að myndast í hinum suðrænu löndum; þau

hafa siðan umskapað mannlifið og rutt mannsandanum

nýjar brautir; þegar á 17. öld, og jafnvel fyrr, voru þó

allmargir Islendingar farnir að hnýsast i þess konar fræði;

það nám leiddi reyndar ekki af sér mikla sjáifstæða rann-

sókn á eðli og náttúru íslands, en hafði þó dálitla þýð-

ingu fyrir þekkingu innlendra og útlendra manna um

landið. Samhliða hinum fyrstu frjóöngum náttúruvísind-

anna óx iíka upp hin rammasta hjátrú i skauti kirkj-

unnar og kæfði hún og kyrkti margan góðan vísi, sem

annars hefði getað orðið að notum. Lengi framan af eru

það því nær eingöngu fornritin, sem gjöra Island kunnugt

i öðrum iöndum.
f

A undan siðabótinni, i byrjun 16. aldar, var lær-

dómurinn litill á Islandi; að eins örfáir prestar höfðu

t

menntast að nokkrum mun. I sögubroti um Jón Arason
segir svo:1 »Engir sinntu bóknámi, hvorki latínufræðum
né öðrum tungum, nema einstöku biskupar eða ábótar,
einna lielzt þeir, sem nokkuð höfðu dvalið erlendis«.
»Þeir sem eigi fóru utan til náms, lærðu naumast eða
ekki Dónatinn. Einar ábóti í Munkaþverárklaustri kunni
þá hartnær einn i Hóiabiskupsdæmi latínulærdóm og í

r

Skálholtsbiskupsdæmi Sigvarður ábóti

I þá daga urðu

foreldrar að fá múnka eða aðra klerka af hinum lægri
vígslum eða einhverja aðra, sem fróðari voru en
almenn-ingur, til þess að kenna piltum að lesa og skrifa íslenzku,
þó ekki væri meira; og kvað eigi hafa verið
kostnaðar-minna en nú að halda pilt i skóia«. »Svo þótti
mönn-um, að hver sá væri fullfær til að taka allar vigslur og
gegna öllum kirkjulegum embættum, er skammlítt kynni
lestur og saung að tíðum, sem til var sett«. Þó hér sé
ef til vill tekið nokkuð djúpt í árinni, þá er það þó vist,
að lærdómurinn var lítill í latínu fyrir siðaskiptin; en
latína var i þá daga lykill að öllum vísindum, og allir
vegir til æðri menntunar voru þeim lokaðir, sem ekki

») Biskupasögur II., bls. 427-28.

13*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0209.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free