- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
199

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[199

alls þessa umdæmis fær af biskupum, prestum, klerkum
og þeirra meðfylgjurum, eru fyrir orðnir, sumir af
harð-ligum hótum og heitum umsagninganna, en flestir með
framkomnu ofbeldisverki þeirra rangs og langs ágangs,
sem forboðs útsetningar af heilagri kirkju og
skriptar-mála og þjónustutekju, graptar heilags legstaðar, synjan
ailrar slíkrar þjónustu, hvað lítiö sem til ber; hér með
banns áfelli, ef nokkur synjar þeim þess, er þeir beiðast,
og bönnun samneytis ails kristins fólks, kúgaðir með
þessu áfelli og ágangi frá sínum görðum, gripum og
gang-andi fé, reknir siðan í armóð, eymd og útiegð og þeirra
afsprengi móti lögum og tilsettum guðs rétti«.x Þó
sam-þvkkt þessi sé grautarlega orðuð, sýnir hún þó ágætlega,
hvernig ástandið hefir verið. Þar sem klerkalýðurinn
var orðinn svo spilltur, ágjarn og hrokafullur, var ekki
að búast við mikilli menntun eða andlegum framförum.

Um miðja 16. öldina fór menntunarlöngunin að
giæð-ast, og þá fór að færast fjör í lærða menn við nýbreytni
þá í trúarbrögðum, sem breiddist út frá Þýzkalandi. Nú
fóru margir Islendingar að leita sér menntunar erlendis,
einkum á Þýzkalandi, og höfum vér fyrr stuttlega drepið
á þessar utanferðir, er urðu svo þýðingarmiklar fyrir
menntalífið á íslandi. Jón Arason stofnar fyrstur
prent-smiðju á Islandi, 60 árum áður en nokkur prentsmiðja
var komin i Noregi; prentverkið varð siðar, sem
kunn-ugt er, mjög þýðingarmikið fvrir siðabótina og
guðfræð-ina, en lengi framan af voru sárfáar aðrar bækur
prent-aðar en guðsorðabækur. Um miðja öldina eru stofnaðir
skólar á Hólum og í Skálholti, og hafa þeir eflaust gert
mikið gagn til þess að fræða prestastéttina, sem fyrir
siðabótina var svo fákunnandi.2 Fyrst urðu menn að fá

Finnur Jónsson: Historia ecclesiastica II., bls. 511-12.

2) Þab sést á Sigurðarregistri, að ekki hefir skólamenntunin
1569 verií) víðtæk; þar eru (bls. 32b-B8a) taldar bækur þær, er
skól-inn á Hólum þá átti; þar er ekki um auðugan gard að gresja;
ekkert var til nema öríáar ómerkilegar latneskar orðabækur og
mál-fræöisbækur og nokkrar guðsorðabækur latneskar; skólinn átti enga

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0213.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free