- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
200

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

m

danska skólameistara til skólanna; var Ölafur nokkur,

danskur maður, fyrst skólameistari i Skálholti; hann

drukknaði i Brúará 1555; á Hólum var Lárentius dansk-

ur og fyrstur skólameistari, og þá Marteinn, lika danskur.

Þetta lagaðist þó skjótt; ýmsir ungir Islendingar urðu

brátt svo færir, að þeir gátu með heiðri og sóma veitt

skólunum forstöðu; þó var kvartað undan þvi, að sumir

f f

væri lítt lærðir, eins og t. d. Olafur Olafsson lærðikarl.
í Skálholti fór lærdómurinn að rétta við á dögum Gisla
biskups (1558—1587); Gissur Einarsson og Marteinn
Ein-arsson höfðu að eins stutta stund setið á biskupsstóli, og
gátu þvi ekki mikið framkvæmt, þó báðir væru lærðir
vel. Marteinn var lika mesti listamaður i málverki;
hafði hann lært það i Englandi. Um Gísla biskup segir
Jón prestur Egilsson: »Frá þvi herra Gísli kom i
Skál-holt, þá jókst lærdómurinn, en lagðist af víða sú pápiska
visa; fram dróg hann í öllu eptir megni guðs orð, bæði
í útlagningu og skrifi alla sina daga, á hvers dögum að
kennilýður fjölgaði mjög, og hann styrkti þá marga um
bækur, postillur og pappír, og um hvað þeir vildu biðja,
og hvar hann fann nokkurn þann, sem iðinn var að lesa
og skrifa og læra, á honum hafði hann þóknan. Eg má
það meðkenna; hann varð mér bæði faðir og móðir i
þeim greinum alla tima, og svo mega flestir segja, sem
hér voru í Skálholti á hans dögum, hvers margir hafa
enn noU.1 Um seinni hluta 16. aldar fjölgar mjög
guðs-orðabókum i landinu, eptir að Guðbrandur biskup
Þor-láksson kemur til sögunnar, og fer þá kaþólskan, sem
lengi var fastgróin i mönnum eptir siðaskiptin, að láta
undan; þá fór að myndast islenzkur, lútherskur sálma-

r

kveðskapur, og trúarlífið glæðist meir og meir. A seinni

r

hluta 16. aldar voru og uppi á Islandi ágæt skáid, t. d.
eins og þeir bræður, Magnús prúði og Staðarhóls-Páll, o.

vísindabók. Þess má geta, að þá er til i skólastofunni á Hólum
»stundaklucka lítil og er spillt*. Sig.reg., bl. 33a.

*) Safn til sögu íslands I., bls. 106.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0214.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free