- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
204

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[204

hefir orðið af henni, vita menn ekki-1 Uppdrátturinn er
enn þá til2 og stendur á honum, að hann sé gjörður af
Sigurði Stefánssyni 1570. Uppdrátturinn nær yfir
Norð-urhafið frá 4C° til 75° n. br.; er á honum að vestanverðu
Grænland. Helluland, Markland og Vínland, og eru þessi
lönd öll samföst, og að norðan gengur frá Grænlandi
strönd mikil austur undir Noreg, og á henni nöfnin
Risa-land og Jötunheimur, en að austan sést Bjarmaland, Nor-

egur, Bretland og Irland; í hafinu eru Orkneyjar, Het-

» f

land, Færeyjar, Frísland og Island. Island er á
þess-um uppdrætti með miklu betra lagi en áður tíðkaðist, og
nærri á réttum stað; þar sjást Vestfirðir, Breiðifjörður,
Faxaflói, Grímsey og Langanes, og er lögun alls þessa
allnærri sanni. Það heflr leikið töluverður efi á því,
hvert uppdráttur þessi er eptir Sigurð Stefánsson; sé
ár-talið rétt, getur uppdrátturinn ekki verið eptir hann.3

9

Arni Magnússon getur þess til, að Sigurður Jónsson
skóla-meistari i Skálholti (um 1580) sé ef til vill höfundur þessa
uppdráttar, en það þykir mér ólíklegt; miklu líklegra er,
að hann sé eptir Sigurð Stefánsson, en ártalið hafi
mis-skrifazt (1570 fyrir 1590); Sigurður Stefánsson ritar bæði

9

Islandslýsingu, og skarar fram úr i dráttlist, enda er nafn
hans glöggt á uppdrættinum. Það er hugsanlegt, að
landabréf það, sem vér nú höfum, sé að eins eptirmynd

Sbr. So.bacbtii Collectanea de Grönlandia. Cap. VIII. A. M.
364. fol. og Arni Magnússon í nr. 772a. A. M. 4to. Dr. Kálund hefir
vinsamlegast gefið mér afskript af því, sem talað er um uppdrátt
Sigurðar Stefánssonar í þessum handritum.

2) Uppdrátt þenna hefir K. J. V. Steenstrup látið prenta í
Med-delelser om Grönland IX., bls. 7 og í Geografisk Tidskrift VIII.,
bls. 124.

3) Eins og sagt er hér að framan, var Siguiður skólameistari
sonur síra Stefans Gislasonar í Odda. Dr. Jón Þorkelsson í
Kaup-mannahöfn skrifar mér: sSíra Stefán fékk Odda 1576. Eptir
árs-tiðaskrá einni hér, þá devr síra Stefán 2<S. febrúar 1615 og er þá
69 ára. Eptir því er hann fæddur 1546 og hefir þá verið 24 ára
gamall árið 1570, og er það auðsætt, að sonur hans gat þá ekki
verið kominn til háskólans. Það er víst óhætt að segja það, að
Sigurður muni varla vera fæddur fyrr en 1570 eða litlu áður«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0218.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free