- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
207

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[207

kenndi öðrum iðnina, og var nú farið að prenta
íslenzk-ar guðsorðabækur af hinu mesta kappi; lét Guðbrandur
biskup sér mjög annt um, að prentun og annar frágangur
bókanna væri sem bezt af hendi leystur, og smiðaði og
gróf sjálfur bókahnúta, rósir og myndir tii þess að prýða
bækurnar; bókbindara fékk hann frá Hamborg, og iét

r

hann kenna Islendingum að binda bækur. Guðbrandur
ritaði sjálfur ýmsar guðsorðabækur, en iagði sumar út úr
latínu, þýzku og dönsku, eða fékk aðra góða menn til
þess; slíka framúrskarandi atorku sýndi hann í þessu, að
hann lét prenta 80—90 bækur og var það í þá daga með
jafnlitlum tökum og tilfærum hið mesta þrekvirki. Hið
mesta verk hans var þó, að hann að miklu ieyti sjálfur
lagði út og lét prenta alla heiiaga ritningu á ísienzku,
og var þvi verki lokið 29. júni 1584.

Allan seinni hluta æti sinnar átti Guðbrandur biskup
í sifelidu stimabraki við Jón lögmann Jónsson og aðra
höfðingja, bæði út úr máli Jóns Sigmundssonar og ýmsu
öðru; hann gjörði sér far um að innkalla undir
Hóla-kirkju jarðir þær, er honum þóttu ranglega hafa gengið
undan af völdum Gottskálks biskups; fékk hann af þessu
óvild margra manna, enda var hann ráðrikur og óeirinn,
er þvi var að skipta. Guðbrandur biskup lcitaði opt með
mál sin beinlinis tii konungs, og hefir verið sagt um hann,
að hann víða hafi komið fram sem talsmaður
konungs-valdsins danska, en honum er varla frekar gefandi sök
á þessu en öðrum höfðingjum á Islandi i þá daga, enda
hafði danska stjórnin um siðaskiptin náð þvi tangarhaldi
á íslendingum, sem hún ekki hefir sleppt siðan.
Guð-brandi biskupi sárnaði, að biskupsvaldið skyldi aiit vera
gengið undan í hendur konungs, en hann fékk ekki að
gjört, enda veittu íslenzkir höfðingjar honum hina
römm-ustu mótspyrnu. í hinum afar þýðingarmiklu
verziunar-málum, sem síðan á 16. öld hafa verið kjarninn í allri
islenzki pólitik, var Guðbrandur biskup miklu
frjáislynd-ari en íslenzkir höfðingjar, er þá voru uppi; þeir voru í
því efni ótrúlega skammsýnir, og hjálpuðu sjálfir til þess

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0221.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free