- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
212

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[212

landfræðisþekkingu hans, að hann fvrstur mældi hnatt-

r

stöðu Islands 1585.1 Eins og fyrr hefir verið frá sagt,

r

var hnattstaða Islands á landabréfum miðaldanna mjög
skökk og landinu var hringlað fram og aptur í allar
átt-ir, en Guðbrandur biskup tók af öll tvímæli með því að
niæla hnattstöðu Hóla og reiknaðist honum breiddarstig
biskupssetursins 65° 44’. Ekki er greint frá þvi, hvaða
verkfæri Guðbrandur biskup hefir notað við athuganir
sinar; rithöfundarnir nefna það ekki, enda hafa liklega
fáir eða engvir i þá daga aðrir en Guðbrandur sjálfur
borið skynbragð á slika hluti.

Vér höfum hér að framan í 7. kapítula getið um

r

mynd Islands á landabréfum miðaldanna; hið siðasta og

r

bezta kort af Islandi var uppdrátturinn eptir Olaus
Magn-us 1539 og þó er hann mjög fjarri sanni. Þá kemur

r

þessu næst út uppdráttur Islands i kortasafni Orteliusar
1595 og ber hann eins og gull af eiri af því sem áður
var til, Ortelius segist hafa fengið þenna uppdrátt frá
hinum danska sagnaritara Anders Sörensen Vedel (f.
1542, d. 1616) og hafajafnvel sumir ætlað, að uppdráttur
þessi væri eptir Vedel sjálfan,2 en það nær engri átt;
Vedel hafði engin tæki til slíks starfa; hann hafði aldrei

r r

komið til Islands og þekkti ekki Island betur en aðrir

r

Danir i þá daga. A uppdrættinum stendur reyndar, að
A. S. Vedel (Andreas Vellejus) hafi gjört hann og
tileink-að hann Friðriki konungi öðrum, en aðrir höfundar, sem
voru uppi um sama leyti, taka það skýrt fram, að
upp-drátturinn sé eptir Guðbrand biskup Þorláksson, enda
gat enginn þá gjört slikan uppdrátt annar en hann.

r

Þórður biskup Þorláksson segir á Islands-uppdrætti sínum
1668, að hann sé gjörður eptir breidda og
lengdarmæl-ingum Guðbrands biskups Þorlákssonar. Enginn hafði

r

fyrr en Guðbrandur mælt hnattstöðu Islands og á mæl-

J) Arngrímur Jónsson: Brevis Commentarius de Islandia.
fol. 7a.

2) C. F. Wegener: Om Anders Sörensen Yedel. Kjöbenhavn
1846, bls. 235.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0226.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free