- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
215

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[215

nákvæmlega teiknað. Flóarnir vestan á landinu og
Isa-fjarðardjúp eru rétt sett; hinir aðrir firðir fyrir norðan
og austan eru fremur settiraf handahófi, og Langanes er
oflangt í samanburði við önnur útnes; fyrir norðan land
er Grímsey sett á réttum stað og Vestmanneyjar fyrir
sunnan land; Snæfellsnes er of breitt og á því
geysi-mikil hrúga, sem á að tákna Snæfellsjökul.1

Guðbrandur biskup hafði mikla löngun til þess að
fræðast um ísland og höfin þar í kring; þess vegna fékk
hann þá Hvanndalabræður, Bjarna, Jón og Einar
Tómas-syni, 1580 til þess að leita að Kolbeinseyju (Mevenklint),2
og hafði biskup boðið þeim tii þess mikið fé, að því er
Jón Einarsson segir. Þessi ferð er allmerkileg meðal
annars vegna þess, að hún er hin eina rannsóknarferð,
er ísiendingar fóru i þá daga. Tveir þeirra bræðra voru
yngri en tvítugir, en Bjarni var 28 ára, en allir voru
þeir knálegir menn og kunnu vel til á sjó, sterkir og
hugaðir vel. Þeir fóru til Kolbeinseyjar þrír á áttæringi
og rákust í haf í hinni fyrstu ferð, en náðu þó landi að

r

tveggja daga fresti. I annað sinn náðu þeir eynni með
hinum sama útbúnaði og var hún full af fugli; meðan
þeir gengu upp á eyna, voru þeir svo óheppnir að missa
skipið út, svo það rak frá eynni, en svo lygndi og skipið
færðist nær, svo þeir fengu kastað steini undir stafnlokið
og dregið það siðan að sér; gátu þeir siðan i makindum
safnað fugli og eggjum og voru alls 7 daga við eyna.
Ferð þessi þótti hin mesta frægðarför og var mikið orð
gjört af karlmennsku og þreki þeirra bræðra sem von-

1) Hinn danski ferðamaður Graah skírði mjótt nes með háum
höfða á Austurströndu Grænlands Cap Gudbrand til heiðurs við
Guðbrand Þorláksson ; höf ða pennan kalla Grænlendingar
Tornar-sik; hann liggur á 65° 14’ n. br. og er 1310 fet á hæð, sbr.
Med-delelser om Grönland IX., bls. 202; í sömu bók, bls. 245 er
jarð-fræðisuppdráttur (proíil) af höfða þessum. A hinum nj’justu
upp-dráttum er nafninu Cap Gudbrand enn þá haldið. Það mun
eins-dæmi nú á tímum í útlöndum, að örnefni séu kennd við Islendinga.

2) Árbækur Espólíns V., bls. 35; Jón Árnason: Islenzkar
Þjóð-sögur II„ 125-127.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0229.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free