- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
217

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[217

sel og fugli. Jón stólpi, bóndi i Grimsey, fór þangað
síð-astur. Á þessari öld hafa hákarlaskip opt komið þar og
1853, er Ari Eyfirðingur kom þar, var eyjan svo þakin
af fugli og sel, að eigi sá til jarðar.1

Arngrimur Jönsson var fæddur 1568 á
Auðunarstöð-um í Víöidal;2 þar bjó faðir hans Jón Jónsson
Hallvarðs-sonar; Jón Hallvarðsson átti Guðrúnu Jónsdóttur
Sig-mundarsonar, systur Helgu, móður Guðbrands biskups;
Guðbrandur biskup og Arngrímur voru þannig náskyldir,
að öðrum og þriðja; móðir Arngríms var Ingibjörg, dóttir
Lopts prests Þorkelssonar. Árið 1576 fór Arngrímur
Jónsson til Guðbrands biskups frænda síns, fór brátt að
stunda skólanám og naut tilsagnar Bjarna
Gamalieisson-ar í 8 ár; Bjarni var skólameistari á Hólum 1576—86.
Arngrímur sigldi 17 ára gamall með ráði og tilstilli
Guð-brands biskups til Kaupmannahafnar, og var þar 4 ár á
háskólanum undir tilsjón Jóhanns Haggeus’ar, kennara i
rökfræði; 1589 fór Arngrímur heim aptur með beztu
vitn-isburðum,3 og varð þá þegar skólameistari áHólum; litlu
siðar (liklega 1590) tók hann prestsvigslu og gegndi
dóm-kirkjuprestsembættinu, jafnframt þvi er hann var
skóla-meistari; um sömu mundir fékk hann, að því er menn
ætla, bæði Miklabæ i Blönduhlíð og Melstað í Miðfirði,

*) Ingólfur I., bls. 72.

2) Um æíi Arngríms Jónssonar er eg hér nokkuð langorður, af
því engin islenzk æfisaga þessa merkismanns er til á prenti, þaí>
eg veit. Heimildarrit þau, sem eg hefi notað, eru þessi helzt:
Finnur Jónsson: Historia ecclesiastica Islandiæ III., bls. 443-49;
Annálar Björns á Skarðsá; rit Arngríms sjálfs, einkum Apotribe
virulentæ et atrocis calumniæ. Hamb. 1622. 4to. Epistolæ 0. Wormii.
Havniæ 1751. Jón Ólafsson frá Grunnavik: Um þá lærðu
Vída-lina. Add. B. U. H. nr. 47 A. Fol. afskript i hndrs. Jóns Sigurðss.
68. fol. Biskupaæfir Jóns Halldórssonar, hndrs. J. S. 70. Fol.
Presbyterologia Hálfdáns Einarssonar í Biskupsskjalasafninu nr.
67. Fol. J. Thorchillii: Specimen Islandiæ non barbaræ, hndrs.
J. S. 4to, nr. 333; ýmislegt um Arngrim er lika i sama safni í nr.
300, 380. 4to og víðar.

3) I bók Jóns Þorkelssonar »Digtningen paa Island* stendur,
að Arngrímur hafi orðið skólameistari 1587, en það er prentvilla.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0231.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free