- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
220

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[220

varð um mörg ár að annast biskupsstólinn, vígja presta,
visitera kirkjur og vera að öllu leyti i biskups stað; auk
þess átti hann i sífelldum málaferlum bæði fyrir
Guð-brand biskup og sjálfan sig; sökum þessa hefir
Arngrim-ur um miðbik æfi sinnar sjaldan verið heima, en optast
á ferðalögum. Þó nú búskapurinn hafi, ef til vill, gengið
tregt, þá hafði Arngrímur hins vegar töluverðar tekjur
á ýmsan hátt, svo hann hefir varla átt við mjög þröng
kjör að búa, enda gat hann sett börn sín til mennta, þó
þau væru mörg. Með Solveigu Gunnarsdóttur átti
Arn-grímur þrjú börn: 1. Jón, sem giptist Ólöfu Jónsdóttur
lögmanns Sigurðssonar; þau voru skilin með dómi; Jón
bjó fyrst á Okrum, svo í Sælingsdalstungu. 2. Gunnar,
dó barnlaus; 3. Helga; hún var seinni kona Björns
sýslu-manns Magnússonar í Bæ á Rauðasandi; þeirra sonurvar
hinn alkunni lærði guðfræðingur síra Páll Björnsson í
Sel-árdal. Fyrri kona síra Arngrims, Solveig Gunnarsdóttir,
dó 22. júní 1627.

Eins og fyrr var frá sagt, var Arngrímur náskyldur
Guðbrandi biskupi, og hafði biskup í alla staði annazt
hann sem faðir; málastappið út úr eigum Jóns
Sigmund-arsonar var Arngrími því einnig viðkomandi, enda var
Arngrímur önnur hönd biskups í þeim málaferlum. Ovild
sú, sem biskup varð fyrir af deilum þeim, er hann átti
i, bitnaði því ekki siður á síra Arngrími. Þó málaferli
þessi séu fjarstæð efninu, verð eg þó stuttlega að drepa
á þau, þvi þau höfðu svo mikla þýðingu fyrir líf
Arn-grims, og urðu að sumu leyti orsök til mótspyrnu þeirrar
og óvildar, sem Arngrimur mestan hluta æfi sinnar átti
við að stríða, og voru vísindastörf hans þvi minna metin
af mörgum löndum hans en annars hefði verið. Arið
1590 gerðu þeir Guðbrandur biskup og Arngrímur frændi
hans á alþingi tilkall til tveggja jarða, Hóls og
Bessa-staða i Sæmundarhlið í Skagafirði; hafði Jón
Sigmundar-son, afi Guðbrands biskups, en langafi Arngrims, átt
þær jarðir, en Gottskálk biskup hafði tekið þær af
hon-um, þá fyrir 86 árum; höfðu bræður tveir, Markús og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0234.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free