- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
223

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[223

þó að bæklingi þeim, er Guðbrandur biskup gaf út 1608,1
þá var Jón lögmaður dáinn; en biskup er mjög
harðorð-ur um hann, og dróttar falsbréfagerðinni að þeim
Stóra-dalsbræðrum ; ámælti hann i riti þessu mörgum
embætt-ismönnum og leikmönnum fyrir ranglæti og misjafna
dóma. Var Guðbrandur mjög ákafur og óvarkár i orði,
og fékk hann af bæklingi þessum mikla óvild margra
manna, og gerðu þeir honum alls konar árásir, svo
bisk-up komst enn í mörg málaferli ba^ði út úr þessu og öðru,
og var Arngrímur jafnan skjaldsveinn biskups og
að-stoðarmaður. Um þenna seinasta morðbréfabækling var
dæmt að fullnustu af 24 manna dómi á alþingi 1620, og
gat biskup sjálfur ekki komið sökum veikinda, en Ara
Magnússyni, tengdasyni hans, tókst óhöndulega að verja
málið, og hefir hann, ef til vill, ekki fram fylgt því eins
röggsamlega, af því hann var bróðursonur Jóns lögmanns;
flestir höfðingjar, sem i dóminum sátu, voru og frændur
og vinir Jóns lögmanns og fullir heiptar og gremju gegn
Guðbrandi biskupi; féll málið þvi á biskup; dæmdu þeir
ritið róg og biskup til konungs náðar eða ónáðar, eptir
því sem honum litist, en mæltust þó til, að konungur
vægði honum sakir elli hans og veikleika og dugnaðar
þess, er hann hefði sýnt við útbreiðslu guðsorðs hér á
landi. Dómur þessi var auðsjáanlega ákaflega ranglátur,
því þó Guðbrandur biskup væri æði harðorður um
mót-stöðumenn sina, þá hafði hann fulla ástæðu til að reiðast
yfir þeirri rangsleitni, er honum hafði verið sýnd, er
hann ekki náði rétti sínum yfir höfundum falsbréfanna,

*) »Sönn undirvísun um þau ómannlegu, hæðilegu og
óviður-kvæmilegu morð- og manndrápsbréf og nokkra aðra gjörninga, sem
skrifaðir og lognir hafa verið upp á Jón Sigmundsson löngu eptir
hans dauða og afgang. Hólum 1608«. Guðbrandur gat ekki með
vottum sannað falsið upp á höfundana; hann safnaði þá með
að-stoð manna sinna öllu »upplaginu< af þessum bækling og brenndi.
Þegar málið kom til dóms 1620, þá fékkst ekkert exemplar af
bók-inni handa réttinum, en þá er sagt, að einn þeirra, sem í dóminum
voru, haíi murrað nokkuð fyrir munni sér og hali þá dottið eitt
eintak fram úr ermi hans. J. Sig. hndrs. nr. 523. 4to.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0237.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free