- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
226

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[226

Seinna fékk Illugi Tjörn á Vatnsnesi; hann var haldinn
margkunnugur.1

Eptir andlát Guðbrands biskups var um sumarið (20.
ágúst) haldin fjölmenn prestastefna á Flugumýri i
Skaga-firði, til þess að kjósa nýjan biskup; ætluðu allir, að
Arn-grimur mundi verða kosinn; hann stóð næstur sökum
ald-urs, embættis og lærdóms. Arngrímur tók þá fyrst að
afsaka sig og teljast undan jafn vandasömu embætti, og
halda menn, að það hafi eigi verið með fullri alvöru.
Norðlingar vissu, að Arngrimur var ráðríkur og ákafur i
að fylgja fyrirætlunum sinum og því var þeim ekki um,
að hann hlyti embættið; héldu, að hann mundi verða
mörg-ura örðugur, er hann væri setztur í völdin; þó viidu þeir
ekki á hinn bóginn ganga í berhögg við hann með beinni
óvináttu; urðu fegnir undanfærslu sira Arngrims og lét.
ust því taka þessa undanfærslu hans gilda; samsinntu
honum og sögðu, að hann svo vitur maður vissi, hvað
réttast væri, að þó embættið væri virðulegt, þá fylgdu þvi
þó miklar og þungar áhyggjur og kusu þeir þvi næst í
einu liljóði Þorlák Skúlason til biskups.2

Sira Arngrimur giptist í annað sinn 1628 Sigriöi
dótt-ur síra Bjarna Gamalielssonar á Grenjaðarstað; var hann
þá 60 ára að aldri, en hún 27 ára; áttu þau saman 9
börn og fæddist hið síðasta 16. ágúst 1646, og var
Arn-grímur þá fullra 78 ára. Af þeim hjónum eru komnir
margir raerkismenn og koma sumir þeirra við þetta rit.

Þessi börn þeirra komust á fullorðinsaldur: 1. Þorkell

t

prestur i Görðum á Alptanesi, 2. Þorlákur prestur á
Staðarbakka, 3. Bjarni prestur á Höskuldsstöðum, 4.
Guð-brandur sýslumaður í Húnavatnssýslu,3 5. Solveig, giptist

Árbækur Espólíns YI., bls. 56.
s) Jón Grunnvíkingur ber Pál Vídalín íýrir því, að Halldóra
Guðbrandsdóttir baíi fengið prestana á prestastefnunni til þess að
kjósa síra Þorlák, þó Guðbrandur biskup befði helzt viljað hafa
Arngrim. Hndrs. J. Sig. 124. fol. (v).

5) Guðbrandur Arngrimsson brann inni með konu sinni
Ragn-heiði Jónsdóttur á Lækjamóti í Yíðidal 1719, 79 ára gamall; hann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0240.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free