- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
227

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

227

Jóni Jónssyni Arnasonar frá Narfeyri, 6. íngibjörg, átti
Gísla hinn elclra son Jóns Halldórssonar á Fróðá, og 7.
Hildur, er giptist frænda sínum, Jóni Þorlákssyni í
Víði-dalstungu; þeirra son var Páll lögmaður Vídalín.
Arngrím-ur Jónsson tók sér fyrstur ættarnafnið Vidalín og báru
margir ættmenn lians það eptir hann.

Arngrímur Jónsson bjó á Melstað til dauðadags; var
hann jafnan heilsugóður, en þó fór hann nokkuð að finna
til ellilasleika seinustu árin og þjáðist þá við og við af
skyrbjúgi og gikt; kvartar hann um lasleika sinn í
bréf-um til vinar síns Ola Worms og spyr hann til ráða;
ræð-ur Worm honum til þess, að nota skarfakál við
skyr-bjúgnum, en segir að mörgum hafi gefizt vel á móti gikt,
að hafa á hendi hring úr rostungstönn. Arngrímur sendi
honum þá tannarbrot, en það var svo hart, að eigi var
hægt að vinna; liklega liefir tönnin verið gömul og
stein-gjör; 1641 sendir Worm Arngrími rostungstannarhringi,

var gæflyndur maður, og er sagt, að hann haii haí’t heldur mikið
konuríki; hann var skáld gott og var bendlaður við ýmislegt
mála-þras og galdramál. Sonur hans var Þorlákur sýslumaður í
Isa-fjarðarsýslu (f 1707); hann orti Úlfarsrímur. Jón Ólafsson frá
Grunnavik segir svo frá, að sá orðrómur haíi legið á, að Þorlákur
væri í raun réttri sonur Galdra-Páls, er bjó í Anastaðakoti á
Vatns-nesi; um afdrif Galdra-Páls segir Grunnavíkur-Jón þessa sögu, er
eg set hér, af því hún lýsir hugsunarhættinum og
menntunarástand-inu á 17. öld : »Páll Jónsson, móðurfaðir minn, þá búandi í
Kirkju-hvammi, átti mál við Galdra-Pál, að gjört hefði sér galdraveiki og
glettingar mörgum. Tók þá Guðbrandur hann sem annan fanga
heim til sín að Asi, en þá hann færði hann til alþingis; skyldi
Ragnheiður hafa skipað honuin, að muna sig um, að færa Pál heim
aptur jafngóðan. Páll var dæmdur til eldsins, og er sagt hann hali
beðið að heilsa heim konunni og barninu; hann skyldi hafa rétt
sitt skeggjaða höfuð út úr eldinum og sagt: »sjáið nú mitt
sak-leysi«. Tókst samt, þó tregt veitti, að brenna hann og eigi fyrr en
skórnir voru af honum leystir; en í öskunni fannst hjartað óbrunnið.
Bað böðullinn, er Hafliði hét, Guðbrand að ljá sér hníf til að saxa
það, en þá hraut ögn eða slindra úr því upp í auga böðlinum og
varð hann einsýnn síðan; en Guðbrandur vildi eigi aptur hafa
hníf-ana, sem silfurskeptir voru«. Addit. B. U. H. nr. 47. Fol. Jóns
Sigurðssonar handritasafn, nr. 68. Fol.

14*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0241.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free