- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
233

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[33

ar, er Arngrímur sendir Ola Worm 11. ágúst 1638. 1.
Hvernig stendur á því, að sjáaldur kinda sýnist vera
kringlótt um flóð, en aflangt um fjöru? 2. Hvernig
vík-ur því við, að ef ker erbarmafyllt með
hvallýsi,hákarls-lýsi eða sellýsi, þegar hásjáað er, þá lækkar í kerinu,
þegar aptur fjarar út? 3. Hvernig stendur á því, að
hrútar, sem á vetrum helzt vilja liggja á vinstri hlið,
leggjast heldur á hina hægri á vorin, þegar sól gengur
inn í hrútsmerki?1 Oli Worm svarar fyrstu og annari
spurningunni svo, að slíkt muni standa í sambandi við
áhrif tunglsins, því það hafi áhrif á alla vökva, svo
ostr-ur, krabbar og kræklingar eru fullir.af vökva með
vax-andi tungli, en þurrir og uppþornaðir með minnkandi.
Um þriðju spurninguna segir hann, að líklega sé eitthvert
samband milli hrútsins á jörðu og hrútsins á himni!.2
Svona var nú röksemdaleiðslan í þá daga; engum datt í
hug að rannsaka grundvöllinn, hvort hann var á rökum
bvggður, og leiddu svo, eins og eðlilegt var, skakkar
á-lyktanir úr raminskökkum undirstöðugreinum. Slík trú
á áhrif tunglsins á vökva líkamanna var algeng bábylja

á miðöldunum, og er ekki enn horfin sumstaðar.

t

I landafræði er í sjálfu sér lítið að græða á bókum

Arngríms lærða; þar eru svo að segja engar nýjar upp-

lýsingar; hann hrekur orð fyrir orð með góðum rökum

t

og mikilli málsnilld skrípasögur útlendra höfunda um
Is-land, og gefur þannig útlendingum réttari hugmynd um
það, sem áður hafði verið skrifað um, en hann bætir fáu.
nýju við, og ritar enga vísindalega landlýsingu; í
sögu-legum fræðum ryður hann nýjar brautir, en í
landfræð-inni rígbindur hann sig við hið gamla. Eiginleg
Islands-lýsing er ekki til eptir Arngrím; hefði hann gefið út þess
konar rit, mundi eflaust að miklu leyti hafa tekið fyrir

Epistolæ O. "Wormii bls. 831-32. Til er erm sú alþýðutrú á
Islandi, aí) flóð og fjara sjáist í kindarauganu. og menn balda
al-mennt, aí> tungl og straumar haíi áhrif á sjúkdóma, vessa
líkam-ans o. fl.

2) Epistolæ 0. Wormii, bls. 333.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0247.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free