- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
234

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[234

skröksögurnar um ísland, því þá hefðu menn haft ein-

hverja samanhangandi, rétta lýsingu að grípa til. Vinir

Arngrims i útlöndum biðja Arngrim að rita íslandslýs-

ingu, en hann sinnir því ekki. í bréfi frá JohannesFre-

derus, háskólakennara i Rostock, 1594 stendur t. d. þessi

kafli: »Eg hefi með ánægju lesið íslands-vörn þina (Com-

mentarius de Islandia), og ættjarðarást sú, er lýsir sér i

þinni lærðu og lipru vörn, er lofsverð, en mér hefði þótt

vænna um, hefðir þú fremur fengizt við samanhangandi
t

landlýsingu Islands og minnzt meira á stjórnar- og kirkju-

sögu, en eigi eingöngu fengizt við að þerra í burtu ann-

ara óhreinindi, sem óþægileg hafa verið fyrir föðurland

þitt«Philipp Nicolai segist mjög sakna islenzkrar land-

lýsingar, og biður Arngrím að útvega sér uppdrátt af

Hólabiskupsdæmi og mynd af Hólum, og vill hann láta

prenta það i »Crymogæa«.2 Samt sem áður byrjar með

f

iVrngrimi nýtt tímabil i landfræðissögu Islands; bókmennt-

irnar vakna úr löngum dvala og íslendingar fara sjálflr

að hugsa um sögu landsins og landfræði þess; af bókum

hans fá útlendingar betri hugmvndir um landið en áður,

og nú þurfa útlendir fræðimenn, er vandvirkir vilja vera,

ekki eingöngu að styðja sig við skröksögur sjómanna og

kaupmanna; þeir geta sótt fróðleik sinn i bækur eptir
t

Islendinga sjálfa. Þó var tíðaranclinn svo, að það átti
langt i land, að menn alveg losuðu sig við
skrípasög-urnar; þær ganga aptur hvað eptir annað; hvernig sem
fróðir og sannorðir fræðimenn brytja niður illþýðið, þá
ris það jafnóðum upp aptur, og illa menntaðir
ferða-menn tyggja upp eldgamlar vitleysur jafnvel fram á
19. öld.

Arngrímur lærði ritaði margar bækur og útlagði
ýms-ar guðsorðabækur á islenzku.3 Hér skulum vér að eins

J) Apotribe Calumniæ, bls. 82.
’) Apotribe Calumniæ, bls. 101, 105-tí.

3) Rit Arngríms eru talin í kirkjusögu Finns biskups III., bls.
447-48 og í bók Jóns Þorkelssonar, Digtningen pá Island i det 15.
og 16. Arhundrede, bls. 472-74. Hin latnesku rit hans eru prentub

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0248.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free