- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
235

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[235

fara nokkrum orðum um þau rit, er snerta landfræði Is-

lands. I þvi efni er hið fyrsta rit Arngríms »Brevis com-

/

mentarius de Islandia« langþýðingarmest. I þessu riti
hrekur hann skakkar frásagnir margra landfræðinga
um ísland, og leiðréttir flestar missagnir um Island,
sem þá voru í utlendum bókum, en einkum snýr
hann sér að ljóðunum eptir Gories Peerse, úthúðar
hon-um og dæmir rit hans úalandi og úferjandi, og er opt
æði harðorður. Bókin er tileinkuð Kristiáni IV.; þar næst
kemur formáli eptir Guðbrand Þorláksson. Guðbrandur
biskup getur þess, hver tilgangur bókarinnar sé, að
leið-rétta ýmislegt skakkt, er útlendir höfundar segi um
ís-land; segir hann þeir fari eptir skröksögum sjómanna
og öðru þvílíku, en harðorðastur er hann um Gories
Peerse, og kallar rit hans óþrifalegt og ógurlega
van-skapað fóstur, og segir hann ljúgi hinum verstu löstum
upp á íslendinga, og telur hann slíkt Þjóðverjum
ómak-legt, er svo lengi hafi haft ábata af verzluninni við
ís-lendinga. Segir Guðbrandur, að sér hafi lengi gramizt
skröksögurnar um ísland, en nú hafi Arngrimur Jónsson
eptir áeggjan sinni skrifað þennan bækling til þess að
verja föðurlandið fyrir eitruðu biti nokkurra þorpara.
Ritinu sjálfu skiptir Arngrímur i tvo aðalkafla; er fyrri
kaflinn helzt um landið, hinn seinni um þjóðina.
Al-staðar prentar hann i hverjum kapitula kafla úr ritum
erlendra höfunda með breyttu letri og hrekur þá
jafnóð-um. Höfundar þeir, sem hann helzt snýr sér á móti, eru
Gories Peerse, Miinster, Frisius, Kranz og Saxó, og
höf-um vér hér fyrir framan minnzt á frásögur þeirra um
landið. í fyrsta hluta ritsins leiðréttir hann ýmislegt, er
menn hafa sagt skakkt um hnattstöðu landsins, um nafn
þess og um hafísinn, og andmælir þeirri skoðun manna,
að ísland sé Thule; hann hrekur bábyljur manna og
skröksögur um fitu fénaðarins, og sýnir, hve vitlausar og
hlægilegar sögurnar séu um draugaganginn og um kvala-

í Kaupmannahöfn, Hamburg og Leiden; í þeim eru margar
prent-villur, af því útlendingar urðu að annast prófarkalestur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0249.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free