- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
236

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[236

staði í hafísnura og Heklu; hann nefnir enn fremur margs
konar kynjasögur aðrar um uppsprettur, hvali, skrímsli,
o. fl. I seinni hluta ritsins hrekur hann skröksögur
manna um íbúana og háttsemi þeirra, og er einkum
reið-ur við Gories Peerse, sem von var.1 Arngrímur talar
þar fyrst um trúna, og segir sögu kristninnar á íslandi;
telur svo upp biskupana og getur um helztu æflatriði
þeirra; síðan talar hann um kirkjur á íslandi og
húsa-skipun, og hrekur frásagnir þeirra Kranz, MUnsters og
annara, er segja, að Islendingar búi í hellum
neðan-jarðar og byggi sér hús úr hvalbeinum; getur enn
frem-ur ura fæðu raanna og búning, ura verzlunina og
ýmis-legt fleira, og hrekur alstaðar hina fyrri höfunda.2
Hvergi er í ritinu samanhangandi lýsing á landi og þjóð;
þar eru að eins sundurlausar greinir um sitt hvað, enda
er það eðlilegt, þvi ritið er deilurit, en eigi landlýsing;
þó gátu menn i þá daga lært margt af riti þessu, og það
hefði að rainnsta kosti átt að verða til þess að halda
niðri fornum skröksögum og bábyljum.

Næsta rit Arngríms var »Cryraogæa«; það er nokk-

t

urs konar ágrip af sögu Islands; sú bók koraí fyrstasinn
út 1609 í Hamborg og var opt gefin út aptur, enda er
hún rajög merkileg.3 Þar fengu útlendingar i fyrsta sinn

Þar sem liann talar um þá menn, er svívirt haíi Islendinga,
kemst Arngrímur svo aí) orði: »Ex quorum numero scurra ille
fuit, qui x-hythmis aliquot, in gentis nostræ contumeliam, Germanica
lingva editis, nomen suum immortali dedecori consecravit«. Brevis
Comm. de Isl. fol. 48 b.

2) Brevis Commentarius de Islandia. Hafniæ 1593. 8vo; bókin
er líka prentuð með enskri þýðingu hjá Hakluyt 1. c. I., bls.
515-590. Margir hafa notað úr henni kafla, t. d. La Pevrere, H.
Megi-serus o. fl.

3) Crymogæa sive rerum Islandicarnm libri III. Hamburgi 1609.
4to: aðrar útgáfur voru prentaðar 1610, 1614, 1618, 1620, 1625, 1641
og 1650. Síra Jóhann Jónsson í Otrardal lagbi Crymogæu út á
ís-lenzku og er sú þýðing til í handi’itasafni landsbókasafnsins nr.
157. 4to. Philipp Nicolai sá um prentunina i Hamborg og stóð
lengi á henni ýmsra hluta vegna. Ekki fékk Arngrímur ritlaun,
en prentarinn tók hana til prentunar meí) meí) því skilyrði, aí> Arrj-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0250.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free