- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
238

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[238

grímur líka rít á móti Fabricius.1 Framan við þetta rít
er einnig formáli eptir Guðbrand biskup og hefi eg áður
drepið á hann. Rit þetta er stiiað sem bréf til
höfund-arins, og sýnir Arngrímur þar, að Fabricius hefir að mestu
levti þýtt bók Bletkens, og tii þess þvi glöggar að sýna
sam-ræmið, prentar hann jafnhliða kafla úr Biefken á iatinu
og kafia úr riti Fabriciusar á þýzku. Framan við þetta
rit eru latínsk kvæði eptir Magnús Olafsson i Laufási og
Georg Dedeken í Hamborg. Hið seinasta rit Arngríms
var »Specimen Isiandiæ historicum«. Þessi bók2 er
eigin-lega mest rituð til þess að sanna og sýna, að Island hafi
verið óbyggt, er Norðmenn fundu það, og geti þvi ekki
verið Thule eins og Pontanus heldur; höfum vér áður (í
1. kapítula) getið þessarar ritdeiiu. I fyrri hluta
bókar-arinnar segir Arngrímur nákvæmlega frá landnámssögu
landsins og telur upp landnámsmenn i hverjum fjórðungi,
en i seinni hJutanum snýr hann sér sérstaklega að Thule
og fer nákvæmlega gegn um alia hina fornu grísku og
latínsku höfunda, er nefnt hafa Thule; hrekur
Arngrim-ur Pontanus með hinum mesta lærdómi og hinum
hvöss-ustu rökum.

*) Epistola pro patria defensoria, scripta ad Davidem Fabritium.
Hamburgi 1G18. 4to.

2) Specimen Islandiæ historicum et magna ex parte
chorogra-phicum. Amstelodami 1G43. 4to.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0252.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free